Skírnir - 01.01.1941, Side 195
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
193
hann hefur ekki framar það hlutverk, sem eðlisfræðing-
arnir hafa svo lengi haft, að vera aðalmálaflutningsmað-
ur nauðhyggjunnar, og að sé nokkurt nauðhyggjulögmál
til í efnisheiminum, þá sé honum ókunnugt um það. Hann
víkur til hliðar og eftirlætur það öðrum — heimspeking-
um, sálfræðingum, guðfræðingum — að koma fram og
sýna, ef þeir geti, að þeir hafi fundið á einhvern annan
hátt eitthvað, sem styður nauðhyggjuna.1) Gefi enginn sig
fram, fellur kenning nauðhyggjunnar að líkindum niður,
og spurningin um það, hvort eðlisfræðin sé henni í raun-
inni andhverf, kemur þá naumast fram. Það þarf ekki að
leita að andmælanda fyrri en einhver meðmælandi er kom-
inn fram.
Þekking fengin með ályktunum.
Það er nú nauðsyn að athuga allnákvæmlega eðli þekk-
ingar vorrar á efnisheiminum.
Öll þekking vor á hlutum efnisheimsins er fengin með
ályktun. Hugir vorir geta á engan hátt komizt í beina
snertingu við þá; en hlutirnir senda frá sér Ijósöldur og
dreifa þeim, og þeir eru uppspretta þrýstings, sem flyzt
um efnið umhverfis. Þeir eru líkir útvarpsstöðvum, er
gefa frá sér merki, sem vér getum tekið við. Á einum
kafla leiðar sinnar fara merkin um taugar í líkömum vor-
um. Loks koma sjónarskynjanir, snertiskynjanir og aðrar
skynjanir fram í huganum. Af þessum fjarkvæmu áhrif-
um verðum vér að álykta um eiginleika hins líkamlega
hlutar við hinn endann á leiðinni, sem áhrifin hafa borizt
eftir. Myndin, sem birtist í huganum, er ekki hinn líkam-
1) Til þess að fræðast um það, hvað heimspekingar kynnu að
segja gegn uppgjöf nauðhyggjunnar, tók eg þátt í rökræðum, sem
„Aristotelian Society“ og „Mind Association“ höfðu í júlí 1931.
Ónauðhyggjumenn voru þar f jölmennir, en því miður voru þar engir
nauðhyggjumenn, og enginn áheyrandanna virtist ræða um það. Eg
gct naumast ímyndað mér, að heimspekingar, sem að nauðhyggju
hallast, séu aldauða, en það má láta félaga þeirra um það að fást
við þá.
13