Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 196
194
Sir Arthur Eddington
Skírnir
legi hlutur, þó að hún sé uppspretta þekkingar vorrar á
honum; ef ekki er gerður greinarmunur á myndinni í hug-
anum og hinum líkamlega hlut, þá er það eins og að rugla
saman verksummerkjunum eftir glæpamann og glæpa-
manninum sjálfum. Það yrði ólíft, ef engin samsvaran
væri milli umheimsins og mynclarinnar af honum í huga
vorum. Náttúruvalið (og í viðlögum úrval það, er geð-
veikralæknar annast) hefur séð svo um, að samsvörunin
er nægileg í reyndinni. En vér getum ekki treyst samsvör-
uninni, og í eðlisfræðinni tökum vér ekki neitt atriði
myndarinnar gilt, nema það sé staðfest með nákvæmari
ályktunaraðferðum.
Umheimur sá, er eðlisfræðin fjallar um, er því álykt-
anaheimur. Það er stigmunur en ekki eðlismunur á álykt-
unum. Alkunnir hlutir, sem eg handfjatla, eru engu síður
ályktaðir en fjarlæg stjarna, sem eg álykta af daufri mynd
á ljósmyndaplötu, eða „ófundin“ reikistjarna, sem ályktuð
hefur verið af óreglu í hreyfingu Úranusar. Því er stund-
um haldið fram, að rafeindir séu í eðli sínu tilgátukennd-
ari en stjörnur. Það er engin ástæða til slíkrar aðgrein-
ingar. Með tæki, sem heitir Geigersteljari, má telja raf-
eindir hverja eftir aðra eins og stjörnuskoðari telur stjörn-
urnar á himninum. I báðum tilfellunum styðst talningin
við fjarkvæm merki um hlutinn. Það getur verið, að raf-
eindinni séu eignaðir rangir eiginleikar, sökum rangrar
eða ekki nægilega rökstuddrar ályktunar, svo að vér kunn-
um að hafa algerlega ranga hugmynd um það, hvað vér
erum að telja; en hið sama er jafnsatt um stjörnurnar.
Ályktunarreglurnar eru lögmál eðlisfræðinnar; vér get-
um t. d. samkvæmt lögmálinu, að Ijósið berst eftir bein-
um línum, ályktað um stöður fjarlægra hluta, o. s. frv.
Raunar má beita eðlisfræðilegu lögmáli á hvorn veginn
sem er — til þess að segja fyrir afleiðingu orsakar, eða
til þess að álykta orsök (þ. e. efnulan hlut, gæddan ákveðn-
um eiginleikum) af afleiðingu, sem vér höfum athugað.
í ályktanaheiminum birtast fortíð, nútíð og framtíð
samtímis, og það þarf vísindalega greiningu til að greina