Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 197
Skírnir
Nauðhyg-gjan dvínar
195
þær að. Samkvæmt einni ályktunarreglu, sem sé þyngdar-
lögmálinu, ályktum vér, að stjarna hafi nú eða hafi áður
haft dimman félaga; með því að beita sömu ályktunar-
reglu ályktum vér, að 11. ágúst 1999 verði afstaða sólar,
jarðar og tungls þannig, að alger sólmyrkvi komi fram.
Skuggi tunglsins á Cornwall 1999 er þegar kominn í álykt-
anaheiminn. Hann breytir ekki stöðu sinni, þegar árið
1999 kemur og myrkvinn verður athugaður; vér skiptum
aðeins um aðferð við að álykta skuggann. Skugginn verð-
ur alltaf ályktun. Eg er að tala um þann hlut eða það
ástand í umheimi, sem vér köllum skugga; myrkurskynj-
un vor er ekki skugginn, sem eðlisfræðin fjallar um, held-
ur er hún eitt af þeim táknum, sem tilveru hans má
álykta af.
Ályktanir vorar um hið liðna koma sérstaklega til greina,
þegar rætt er um nauðhyggjuna. í raun og veru eiga allar
beinar ályktanir vorar af sjón, hljóði, snertingu, við ný-
liðinn tíma; en oft eru þær meira á eftir tímanum. Ger-
um ráð fyrir, að vér viljum finna samsetningu tiltekins
salts. Vér setjum það í tilraunaglas, viðhöfum nokkur
prófefni og komumst loks að þeirri niðurstöðu, að það hafi
verið vítissteinn (silfurnítrat). Það er ekki lengur vítis-
steinn eftir meðferð vora á því. Þetta er dæmi um aftur-
leita ályktun: Eiginleikinn, sem vér ályktum, er ekki sá
að „vera X“, heldur að „hafa verið X“.
Vér gátum þess í upphafi, að í umræðum um nauðhyggju
yrði að heimta það, að orsakir þær, sem vitnað er í, kæmu
með fæðingarvottorð sín, svo að vér gætum vitað, hvort
þær voru í raun og veru til áður. Afturleit ályktun er sér-
staklega hættuleg í þessu sambandi, vegna þess, að hún
felur það í sér, að vottorðið er tímasett fyrirfram. Tilraun-
in, sem á var minnzt, vottar samsetningu efnisins, en tím-
inn, sem vér setjum á vottorðið, er fyrr en tíminn, sem til-
raunin er gerð. Það getur oft verið alveg löglegt að tíma-
setja fyrirfram; en því hættulegra er það; það svæfir oss
í þeirri skoðun, að öllu sé óhætt.
13í: