Skírnir - 01.01.1941, Page 198
196
Sir Arthur Eddington
Skírnir
Afturleitir eiginleikar.
Til þess að sýna, hvernig misbeita mætti afturleitri
ályktun, skulum vér hugsa oss, að ekki væri unnt að fá
vitneskju um samsetningu efnis, nema með því að eyði-
leggja það. Efnafræðingur gæti þá aldrei vitað, hvaða
efni hann hefði til meðferðar, fyrr en hann hefði gert til-
raun, svo að niðurstaða hverrar tilraunar hans væri alveg
ófyrirsén. Verður hann þá að játa, að lögmál efnafræðinn-
ar séu öll í einum graut? Úrræðagóður maður mundi vinna
bug á slíkum smáörðugleikum. Væri hann svo orðvar að
segja aldrei fyrirfram, hvað tilraun hans ætti að sanna,
gæti hann haldið hjartnæma fyrirlestra um regluna í nátt-
úrunni. Hann kveikir á eldspýtu, ber hana að gashylki, og
gasið brennur. „Þarna sjáið þér, að kviknað getur á vatns-
efni“. Eða það slokknar á eldspýtunni. „Það sannar, að
ekki logar á köfnunarefni“. Eða það logar glaðar. „Það er
auðsætt, að súrefnið glæðir bruna“. „Hvernig vitið þér, að
það var súrefni?“ „Af afturleitri ályktun af þeirri stað-
reynd, að það logaði glaðar á eldspýtunni“. Og svona geng-
ur hann frá hverju hylkinu til annars; eldspýtan hagar
sér stundum svona og stundum á hinn veginn og sannar
þar með fagurlega regluna í náttúrunni og að lögmál efna-
fræðinnar séu nauðbundin. Það væri illa gert að spyrja,
hvernig eldspýtan yrði að haga sér til þess að sýna, að
fyrirbrigðin væru ekki nauðbundin.
Ef vér ályktum með afturleitri ályktun, að einhver hlut-
ur hafi á liðinni stund haft tiltekna eiginleika og segjum
svo, að þessir eiginleikar leiði ávallt síðar af sér það fyrir-
brigði, sem vér höfum ályktað þá af, þá förum vér í hring.
Sambandið er ekki orsakasamband, heldur skilgreining,
og vér erum ekki spámenn, heldur staglarar. Vér verð-
um að gera greinarmun á sönnum afrekum vísindalegrar
fyrirsagnar og svona loddaraskap og á þeirri reglu, er
vér athugum í náttúrunni og hinni, sem hinn ímyndaði
fyrirlesari vor fann svo auðveldlega. Til þess að forðast
hringavitleysuna, verðum vér að afnema þá eiginleika,