Skírnir - 01.01.1941, Side 199
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
197
sem eingöngu koma fyrir í afturliti — þá, sem vér aldrei
hittúm verandi, heldur ávallt fyrrverandi. Ef þeir birtast
ekki fyrr erí þeir hætta að vera til, þá getur aldrei neinn
haft þá til fyrirsagnar, nema þeir, sem spá um orðinn at-
burð.
Efnasamsetning er ekki afturleitur eiginleiki, þó að oft
sé ályktað afturleitt um hana. Sú staðreynd, að vítissteinn
gengur kaupum og sölum, sýnir, að til er sá eiginleiki að
vera vítissteinn jafnt og að hafa verið vítissteinn. Auk sér-
stakra aðferða til að ákveða samsetningu eða eiginleika
efnis, án þess að eyðileggja það, er ein almenn aðferð, sem
oft má beita. Vér skiptum sýnishorninu í tvo hluta, grein-
um annan hlutann (eyðileggjum hann, ef þess þarf) og
sýnum, að efnasamsetning hans hefur veriS X; þá er það
venjulega réttmæt ályktun, að efnasamsetning hins hlut-
ans sé X. Því er stundum haldið fram, að með þessum
hætti ætti ávallt að mega álykta þá eiginleika í samtíð,
sem álykta má afturleitt; væri það rétt, þá væri engin
hætta á því, að afturleit ályktun yrði notuð til þess að
finna upp ímyndaða eiginleika og telja þá orsakir athug-
aðra atvika. í reyndinni kemur sú hætta fram einmitt þar
sem sýnishornaaðferðin bilar, sem sé þegar um er að ræða
eiginleika, sem talið er að greini eina frumeind frá ann-
arri frumeind sama efnis, því að einstakri frumeind er
ekki unnt að skipta í tvö sýnishorn og greina annað þeirra,
en geyma hitt. Vér skulum taka dæmi.
Það er kunnugt, að í pottösku eru tvenns konar frum-
eindir, og er önnur tegundin geislavirk, en hin óvirk. Vér
skulum kalla þessar tvær tegundir Ka og KP Ef athugun
sýnir, að tiltekin frumeind springur eins og geislavirkar
frumeindir, þá ályktum vér, að hún hafi verið K-frumeind.
Getum vér þá sagt, að sprengingin hafi verið nauðbundin
fyrirfram, af því að frumeindin var Ka en ekki K þ frum-
eind? Athugunin, sem greint var frá, veitir enga heimild
til þess; Ka er ekki annað en fyrirfram tímasettur ein-
kennismiði, sem settur er á frumeindina, þegar vér sjá-
um, að hún hefur sprungið. Það getum vér alltaf gert, hve