Skírnir - 01.01.1941, Síða 200
198
Sir Ai'thui' Éddington
Skírnir
ónauðbundinn sem sá atburður er, sem vér setjum ein-
kennismiðann á. En í þeSsu tilfelli höfum vér aukavitn-
eskju, sem sýnir, að sprengingin er ekki ónauðbundin.
Frumeindir pottöskunnar hafa reynzt misvægar; er þyngd
annarar tegundarinnar 39, en hinnar 41; og haft er fyrir
satt, að 41 sé geislavirka tegundin, en 39 sú óvirka. Það
er unnt að skilja þessar tvær tegundir að og ná úr þeim
frumeindunum, sem vitað er, að eru K4,. K4i er því sam-
tíða eiginleiki og getur að réttu fyrirfram nauðbundið
hina geislavirku sprengingu síðar; hann kemur í stað
Ka sem var afturleitur eiginleiki.
Þetta var nú um sprenginguna sjálfa, og nú er að líta
á tímann, sem hún gerist á. Ekkert er vitað um það, hve-
nær tiltekin K44 frumeind muni springa, nema að það
verði að líkindum innan næstu þúsund miljóna ára. En ef
athugun sýnir, að frumeindin springur á augnablikinu t,
þá getum vér eignað henni hinn afturleita eiginleika Kí
og eigum þá við það, að hún hafi (alla tíð) verið gædd
þeim eiginleika að verða að springa á augnablikinu t.
Samkvæmt hinni nýju eðlisfræði kemur eiginleikinn Kí
ekki fram á neinn hátt — er jafnvel ekki táknaður í stærð-
fræðilegri lýsingu frumeindarinnar — þangað til á augna-
blikinu t, þegar sprengingin verður, og eiginleikinn Kí
hverfur um leið og hann hefur lokið hlutverki sínu. Þar
sem svona stendur á, er Kt ekki nauðbindandi orsök. Hin-
ir afturleitu einkennismiðar og eiginleikar bæta engu við
þá einföldu staðreynd, að sprengingin varð fyrirvaralaust
á augnáblikinu t; þeir eru ekki annað en bending um það,
í hvaða tíð setja skuli sögnina.
Tíminn, sem geislavirk frumeind springur á, er dæmi
um það, sem er í mesta lagi ónauðbundið; en þess er að
gæta, að samkvæmt kenningum nútímans eru allir óorðnir
atburðir ónauðbundnir að meiru eða minnu leyti og eru
aðeins mismunandi að því, hve mikil óvissan er. Þegar
óvissan er minni en svo, að vér getum mælt hana, þá er
litið svo á sem atburðurinn sé í rauninni nauðbundinn; í
þeim skilningi er það miðað við nákvæmni mælinga vorra,