Skírnir - 01.01.1941, Side 201
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
199
hvort eitthvað er nauðbundið."Vera, sem vön væri að mæla
tímann á alheimsmælikvarða og væri ekki að gera sér
neina rellu út af nokkrum hundruðum miljóna ára, kynni
að líta svo á sem tíminn, er geislavirk frumeind springur,
væri í rauninni nauðbundinn. í eðlisfræðinni er eitt sam-
fellt lögmæliskerfi og óslitinn stigmunur frá þeim fyrir-
brigðum, er segja má fyrir með geysisterkum líkum, til
fyrirbrigða, sem eru algerlega ónauðbundin.
Þeirri staðhæfingu, að öll fyrirbrigði séu að einhverju
leyti ónauðbundin, verður að líkindum fundið það til for-
áttu, að hún sé of víðtæk. Eg vil athuga aðeins eitt dæmi.
Eg hefi sagt, að K39 frumeind væri ekki geislavirk. Þá get-
um vér (munu menn segja) að minnsta kosti nefnt eina
fyrirfram nauðbundna staðreynd í framtíð hennar; vér
getum án allrar óvissu sagt það fyrir, að hún muni ekki
springa, eins og K4i frumeind mundi gera. Þessu svarar
eðlisfræðin nú á tímum svo, að í rauninni sé ekki neitt
slíkt sem K39 frumeind til, heldur aðeins frumeind, sem
miklar líkur eru til að sé K39. Slík frumeind ætti að hafa
39 frumdir (protons) innan lítils kjarna; en í eðlisfræð-
inní nú á tímum hefur frumdin mjög mikilvægt einkenni;
hún er sem sé aldrei á alveg ákveðnum stað, þó að það
kunni að vera líklegra, að hún sé á einum stað en öðrum.
Vér getum því aldrei fengið meira en sterkar líkur þess,
að 39 frumdir séu safnaðar saman. Það er ekki unnt að
véla eðlisfræðina nú á tímum til að segja neitt fyrir með
fullri vissu, því að hún fjallar frá upphafi um líkur.
Það hefur virzt nauðsynlegt til skýringar að taka dæmi
um atvik, sem talið er að miklu leyti ónauðbundið; en nú
megið þér ekki ætla, að eg hafi nefnt geislavirk efni til
sönnunar ónauðinni. Það er allalgeng skoðun, að eðlis-
fræðingarnir, sem um nokkur ár hafa verið að rannsaka
sérstök fyrirbrigði og ekki getað fundið orsök þeirra, hafi
svo í skyndi dregið þá ályktun, að þar væri engin orsök.
En hugmyndin um ónauð er ekki komin inn í eðlisfræð-
ina á þann hátt. Eg hef í fyrra hluta þessa erindis reynt
að skýra upptök hennar.