Skírnir - 01.01.1941, Side 202
200
Sir Arthur Eddington
Skírnir
Andmæli geyn ónauðhyggju.
Er vér segjum, að ekkert samtíða einkenni geislavirkr-
ar sameindar nauðbindi tímann, sem hún springur á, þá
eigum vér við það, að ekkert slíkt einkenni kemur fram í
mynd þeirri, sem menn gera sér af frumeindinni í eðlis-
fræðinni á vorum dögum; mynd af frumeind, sem spring-
ur 1960, og af frumeind, sem springur árið 150 000, er ná-
kvæmlega eins. En þér munuð segja, að í því sé ekki ann-
að fólgið en það, að einkennið, sem hér ræðir um, sé enn
ófundið af eðlisfræðinni; það muni finnast á sínum tíma
og verða sett inn í myndina af frumeindinni eða umhverfi
hennar. Ef slík ónauð væri undantekning, þá væri þetta
eðlileg ályktun og vér mundum ekkert hafa á móti því að
telja slíka skýringu líklega leið út úr ógöngunum. En
geislavirka frumeindin var ekki tekin sem dæmi um örð-
ugleika; hún var tekin sem gott dæmi þess, er á við að
meiru eða minna leyti um allar tegundir fyrirbrigða. Það
er munur á því að skýra burt undantekningu og að skýra
burt reglu.
Hinn áfjáði rýnandi heldur áfram: „Þér farið undan í
flæmingi. Eg held því fram, að til séu einkenni, sem þér
þekkið ekki og einskorða fyrirfram ekki aðeins tímann,
sem geislavirk frumeind springur á, heldur og öll fyrir-
brigði efnisheimsins. Hvernig vitið þér, að svo sé ekki?
Þér eruð ekki alvitur“. Þegar hér er komið, verð eg að
hækka röddina og vekja andmælanda minn. Eg ætla því
að segja yður sögu.
Árið 2000 eða þar um bil fann hinn frægi fornfræðing-
ur, prófessor Lambda, forna gríska áletrun, er hermdi, að
útlendur konungsson, Kandeikles að nafni, hefði komið
með föruneyti sínu til Grikklands og setzt þar að. Prófess-
ornum var mjög í mun að vita, hver þessi konungsson var,
og er hann hafði leitað af sér grun í öðrum heimildum,
fór hann að líta yfir stafina C og K í Encyclopedia Athe-
nica (Alfræðibók Aþenu). Athygli hans beindist að grein
um Canticles, sem virtist hafa verið sonur Salómons. Það