Skírnir - 01.01.1941, Side 203
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
201
var auðsætt, að þarna var maðurinn, sem leitað var að;
enginn vafi gat á því leikið, að Kandeikles var Júdakóngs-
sonurinn Canticles. Þessi kenning prófessorsins varð mjög
fræg. Um þessar mundir voru stórveldin Grikkland og
Palestína að gera sáttmála sín í milli, og gríski forsætis-
ráðherrann fór í snjallri ræðu fögrum orðum um hin ný-
fundnu sögulegu ættarbönd milli þessara tveggja þjóða.
Nokkru síðar bar svo við, að prófessor Lambda sló upp
greininni á ný og uppgötvaði leiðinlegan misskilning;
hann hafði mislesið „sonur Salómons" fyrir „söngur Saló-
mons“. Leiðréttingin var birt víðsvegar, og hefði nú mátt
ætla, að Canticleskenningin dæi eðlilegum dauðdaga. En
það var öðru nær; Grikkir og Palestínumenn héldu áfram
að trúa á frændsemi sína, og gríski ráðherrann hélt ræð-
ur sem áður. Einhverju sinni dirfðist prófessor Lambda
að andmæla honum. Ráðherrann svaraði með þykkjusvip:
„Hvernig vitið þér, að Salómon hafi ekki átt son að nafni
Canticles? Þér eruð ekki alvitur“. Prófessorinn minntist
þess, að Salómon hafði ekki verið við eina fjölina felldur
í kvennamálum og tók þann viturlega kost að svara engu.
Það er nú skrítið, að nauðhyggjumaðurinn, sem tekur
þessa stefnu, veður í þeirri villu, að viðhorf hans til vís-
indalegrar þekkingar vorrar sé lítillátara en ónauðhyggju-
mannsins. Ónauðhyggjumanninum er borið á brýn, að
hann þykist alvitur. Eg vil ekki gera nauðhyggjumannin-
um alveg sömu skil; en vissulega gæti sá einn, er teldi sig
nálega alvitran, dirfzt að ætla sér að telja upp alla þá
hluti, sem (að hans dómi) kynnu að vera til, án þess að
hann vissi það. Eg er svo fjarri því að vera alvitur, að á
mínum lista yrðu óteljandi hlutir. Ef það er andmæland-
anum nokkur fróun, þá eru á mínum lista nauðbundnir
eiginleikar — ásamt vatnsveitum á Marz, útfrymi o. s.
frv. — meðal þeirra hluta, sem kynnu að vera til, án þess
að eg viti það.
Menn verða að gera sér ljóst, að nauðhyggjan er jákvæð
fullyrðing um hátterni heimsins. Nauðhyggjumanninum
nægir ekki að halda því fram, að engin úrslita-mótbára