Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 206
204
Sir Arthur Eddington
Skírnir
eðlisfræðilegar stærðir, þá erum vér að skýra frá andsvari
ýmissa ytri mælitækja við návist hans, annað ekki. Þekk-
ing á andsvari hluta af öllum tegundum mundi ákveða til
fulls samband hans við umhverfi hans og aðeins skilja
eftir innra eðli hans, sem ekki verður náð til og eðlisfræð-
in f jallar ekki um. Sé því kerfið í raun og veru einangrað,
svo að það hafi ekkert orkanasamband við umhverfi sitt,
þá hefur það enga eiginleika, er eðlisfræðinni koma við,
en aðeins innra eðli sitt, sem eðlisfræðin nær ekki til. Vér
verðum því að breyta skilyrðunum ofurlítið. Gerum ráð
fyrir, að kerfið komist í bili í orkanasamband við heiminn
fyrir utan það; frá því berast áhrif, er ná til athuganda;
hann getur þá af þessu eina merki dregið ályktun um kerf-
ið, þ. e. ákveðið gildi eins af táknunum, sem lýsa kerfinu,
eða sett upp einar jöfnur til að ákveða gildi þeirra. Til
þess að ákveða fleiri tákn, verða fleiri orkanir að koma,
ein fyrir hvert nýtt gildi, sem ákveðið er. Nú kynni svo
að virðast sem vér gætum með tímanum ákveðið gildi allra
táknanna á þennan hátt, svo að engin óákveðin tákn yrðu
í lýsingu kerfisins. En þess er að gæta, að orkunin, sem
með merki sínu veldur breytingu í heiminum fyrir utan,
orkar líka á kerfið sjálft. Þarna eru því tvöfaldar afleið-
ingar; orkunin sendir merki út um heiminn fyrir utan og
fræðir oss um það, að gildi sérstaks tákns n í kerfinu sé p,
og jafnframt breytir hún gildi annars tákns q í kerfinu.
Ef vér hefðum af fyrri merkjum ráðið það, að q hafði
gildið <7i, þá á sú þekking ekki lengur við, og vér verðum
að byrja á nýjan leik til að finna hið nýja gildi á q. Vera
má að önnur orkun fræði oss um það, að q sé nú q2, en hún
breytir þá um leið gildinu á pi og vér vitum ekki lengur
hvað p er. Þegar segja á fyrir, er það afarmikilvægt, að
það sé tvenndartákn, en ekki ályktað tákn, sem orkunin
breytir. Ef merkið sýndi oss, að p var pi á því augnabliki,
sem orkunin varð, en hún hefði breytt p og gildið ætti ekki
lengur við, þá hefðum vér aldrei nema afturleita þekkingu
— eins og efnafræðifyrirlesarinn, sem eg lýsti. Nú getum
vér haft samtíðavitneskju um gildið á helmingi táknanna,.