Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 207
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
205
en aldrei meira en á helmingnum. Vér erum eins og gam-
anleikarinn, sem er að tína upp böggla; í hvert skipti, sem
hann tekur upp einn böggulinn, missir hann annan.
Táknunum má breyta á ýmsan hátt og orða skilyrðið
öðruvísi. í stað táknatvenndar, þar sem annað táknið er
þekkt til fulls, en hitt alveg óþekkt, getum vér tekið tvö
tákn, sem hvort fyrir sig er þekkt með nokkurri óvissu;
þá er reglan sú, að margfeldi beggja óvissanna er ákveðin
stærð. Hver sú orkun, sem minnkar óvissuna um annað,
eykur óvissuna um hitt. T. d. eru staða og hraði rafeindar
tengd á þennan hátt. Vér getum ákveðið stöðuna með 0.001
millimetra sennilegri skekkju og hraðann með sennilegri
skekkju, sem nemur um 1 km á sekúndu; eða vér getum
ákveðið stöðuna með 0.0001 millimetra sennilegri skekkju
og hraðann með sennilegri skekkju, sem nemur 10 km á
sekúndu, o. s. frv. Vér skiptum óvissunni hvernig sem vér
viljum, en vér getum ekki losnað við hana. Ef kenning sú,
sem nú er efst á baugi, er rétt, þá er þetta ekki að kenna
klaufaskap vorum eða rangsnúinni ánægju náttúrunnar
af að hafa oss að ginningarfíflum, því að óvissan er sam-
ofin þeirri mynd, sem eðlisfræðin gerir sér af rafeindinni;
ef vér segjum, að eitthvað hafi ákveðna stöðu og hraða,
þá erum vér ekki að lýsa rafeind, alveg eins og (að því er
Russell segir) ef vér lýsum manni, sem veit, hvað hann er
að tala um og hvort það, sem hann segir, er satt, þá getum
vér ekki verið að lýsa hreinum stærðfræðingi.
Ef vér skiptum óvissunni um stöðu og hraða á tíman-
um íi á hagkvæmasta hátt, þá finnum vér, að hin fyrir
sagða staða rafeindarinnar einni sekúndu síðar á tíman-
um t2 er óviss um svo sem 5 sentimetra. Það sýnir, að hve
miklu leyti framtíðarstaðan er ekki einskorðuð fyrirfram
af neinu, sem til er einni sekúndu áður. Ef staðan á tím-
anum t2 yrði alltaf óviss sem þessu nemur, þá væri ekki
um nein ákvörðunarmistök að ræða.1) En þegar sekúndan
1) Því að það, sem oss mistækist að segja fyrir (nákvæm staða á
tímanum í2) væri þá endileysa.