Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 208
206
Sir Arthur Eddington
Skírnir
er liðin, getum vér mælt stöðu rafeindarinnar svo að ekki
skeiki meiru en 0.001 millimetra eða jafnvel minna, eins
og þegar hefur verið tekið fram. Þessi nákvæma staða er
ekki einskorðuð fyrirfram; vér verðum að bíða, unz tím-
inn kemur, og mæla hana þá. Minna má á það, að hin nýja
þekking kostar nokkuð. Jafnframt hinni ónákvæmu vitn-
eskju um stöðuna (sennileg skekkja 5 sentimetrar), höfð-
um vér sæmilega vitneskju um hraðann; en þegar vér fá-
um nákvæmari vitneskju um stöðuna, verður hraðinn aft-
ur afaróviss.
Vér gætum varið löngum tíma til að dást að einstökum
atriðum þessa hugvitsamlega skipulags, er hamlar oss að
fá vitneskju um meira en vér eigum að vita. En eg held
ekki, að þér ættuð að telja þetta ráð náttúrunnar til þess
að hamla oss að sjá of langt inn í framtíðina. Þetta eru
brögð stærðfræðingsins, sem verður að sjá sér farborða
að spá ekki út í bláinn. Þegar vér komum með heimsku-
legar spurningar, er það algengt, að stærðfræðin neiti ekki
beint um svar, heldur gefi loðið svar, svo sem 0/0, sem vér
finnum enga hugsun í. Líkt er þegar vér spyrjum, hvar
rafeind verði á morgun. Stærðfræðin svarar þá ekki beint:
„Það er ekki unnt að segja, því að það er ekki ákvarðað
enn þá“ — því að orð eru ekki yfir það í orðasafni merkja-
málsfræðinnar. Hún gefur oss vanalegan formála með x-
um og y-um, en sér um, að ekki sé unnt að finna, hvað for-
málinn merkir — fyrr en á morgun.
Andinn og ónauðin.
Eg hef, ef til vill til allrar hamingju, ekki gefið mér
neinn tíma til þess að ræða það, hvaða áhrif það hefur á
lífsskoðun vora, að ónauð eigi sér stað í efnisheiminum.
Eg ætla að láta mér nægja að setja fram í, stuttu máli þau
atriði, er virðast koma til greina.
(1) Ef allur efnisheimurinn er nauðbundinn, þá verða
andlegar ákvarðanir (eða að minnsta kosti þær andlegar
ákvarðanir, er til framkvæmda leiða) að vera nauðbundn-