Skírnir - 01.01.1941, Síða 212
210
Ritfregnir
Skírnir
vita sig vinna að bættri sambúð. Þá voru og nokkrir trúir og þag-
mælskir bréf- og boðberar, sem fluttu jafnvel bréf og boð á milli
landshluta. Aðrir voru læknar á alþýðlega vísu, kunnu góð skil á
lækningamætti íslenzkra grasa og þóttu líknarar, þar sem þeir
komu. Og loks voru svo þeir, sem miðluðu menningu í dreifbýlinu.
Það voru hinir fróðu sagnaþulir og kvæðamenn og skáld.
Þrátt fyrir það, að mönnum var yfirleitt illa við flakkið, þá
hvíldi þó hálfgildings ævintýrablær yfir lifi sumra flakkaranna í
augum almennings. Eins og áður er á drepið, voru þeir sérkenni-
legir, og svo komu þeir skyndilega og hurfu á ný, fóru víða og
heyrðu margt og sáu, sem þeim var fyrirmunað að kynnast, sem
voru bundnir í báða skó af skyldum hins daglega lífs. Það var því
svo, að athafnir förumannanna komu hugsanalífi og ímyndunar-
afli búandmannsins á kreik — kannski ekki sízt kvennanna, sem
voru bundnar við heimilið og fengu ekki í ýmis konar utanbæjar-
umstangi fullnægt neinum af sínum innibyrgðu þrám. En þar sem
ímyndunaraflið helzt í hendur við duldar langanir, þar hillir fljót-
lega undir ævintýrið. Svo urðu þá lika til þjóðsagnakenndar frá-
sagnir um farandmennina, þar sem uppistaðan var vanalega slitr-
óttir þræðir veruleikans, en ivafið hugarflug og getgátur, mótað
af tvennu, annars vegar persónuleik og áhrifavaldi förumannsins.
sjálfs, hins vegar duldum þrám og ófullnægðum ástriðum þess, er
gaf sögninni samfellt form. í þessum sögnum skiptist því á nötur-
legur og bitur hversdagsleiki, sorgþung rómantík og hinir furðu-
legustu feiknstafir rammrar fjölkynngi og fornlegrar álaga- og
örlagatrúar. Og einmitt af slíkum sögnum hefir unga fólkið eink-
um fengið fræðslu um flökkulýðinn og líf hans. Það hefir því enn
þá á sér í augum fjölda manna fjarrænan og furðukenndan ævin-
týrablæ.
fslenzkir sagnfræðingar hafa ekki gert sér títt um förumanna-
lífið, orsakir þess og afleiðingar, og íslenzk ljóðskáld hafa lítt val-
ið sér það að yrkisefni. Sagnaskáldin hafa ekki heldur fram á allra
síðustu ár hirt um að nota sér efni í skáldsögur úr lífi förumanna
á síðari öldum. En nú hefir þetta skyndilega breytzt, og hér fyrir
framan mig hefi ég fimm þykk bindi, sem fjalla um íslenzka föru-
menn, og þá einkum einn þeirra, hinn alræmda Sölva Helgason,
sem mörgum hefir verið viðurstyggð, en öðrum hálfgerð ráðgáta.
Skáldsaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi fjallar fyrst og
fremst um Sölva þennan, og hann kemur talsvert við sögu hjá
Elinborgu Lárusdóttur í Förumönnum.
Það mun hafa vakið undrun allmargra og jafnvel hneykslun
sumra, að þessi skáld skuli hafa tekið líf förumannanna —• og það
manna eins og Sölva — til rækilegrar athugunar í skáldritum. En
mér virðist förumannalífið út af fyrir sig og þær orsakir, ytri og