Skírnir - 01.01.1941, Side 213
Skírnir
Ritfregnir
211
innri, sem að því lágu, allmerkilegt íhugunarefni, og svo er líka
hitt, að frá mínum bæjardyrum séð er það næsta eðlilegt, að at-
hugun glöggskyggnra manna, sem hafa kynnt sér förumennsku lið-
ins tíma, beinist að ýmsu því hjá samtíð sinni, sem knýi til saman-
burðar við förumennsku fortíðarinnar.
2.
Davíð Stefánsson er það af núlifandi ljóðskáldum okkar íslend-
inga, sem hefir haft mest áhrif á ljóðagerð samtíðarmanna sinna.
Þeir af yngstu Ijóðasmiðunum, er fylla flokk bókmenntaklíku, sem
hefir sýnt viðleitni í þá átt að gera lítið úr skáldskap Davíðs,
standa jafnvel engu síður i þakkarskuld við hann en hinir, og það
af hinum yngri ljóðskáldum okkar, sem þegar hefir haft mikil áhrif
á allra yngstu Ijóðasmiðina, hefir á sínum tíma lært af Davíð, en
þar á ég við Tómas Guðmundsson, sem nú er orðinn sjálfstæður
og sérstæður meistari i ljóðagerð,
Fram til ársins 1940 sendi Davíð Stefánsson ekki annað frá sér
i óbundnu máli en eitt leikrit, Munkarnir á Möðruvöllum. Það var
frumsmíð og að ýmsu gallað; en svo kom frá honum í fyrra tveggja
binda skáldsaga, og hún mun hafa komið ýmsum á óvart, því að í
augum sumra var Davíð hið blóðheita og jafnvel dálítið hvikula
ljóðskáld, sem ekki væri líklegt til að setjast við jafnmikið þol-
gæðisverk og samningu langrar skáldsögu.
Og margir munu hafa ætlað, að hvað sem öðru liði, mundi
skáldsaga eftir hið hugljúfa og hrífandi ljóðskáld, Davíð Stefáns-
son, fyrst og fremst hafa á sér ljóðrænan stemmningsblæ. En sann-
leikurinn er sá, að í Sólon Islandus er meira af sönnu raunsæi og
hárbeittri gagnrýni en í flestum öðrum íslenzkum skáldritum.
Hver sá, er þekkir kveðskap Daviðs Stefánssonar, mun verða
hissa, þá er hann byrjar að lesa Sólon Islandus. Eins og við var að
búast af jafn vandvirku skáldi og Davíð, er málið gott og hreint
og stillinn heillegur, en laus við að vera glæsilegur eða ýkja sér-
stæður. Við kynnumst persónunum einni af annarri. Þær eru hvers-
dagslegar og jafnvel nöturlegar, og umhverfið er dapurlegt. En
hver athugun er sönn, og brátt sjáum við það, að þarna er yfir-
leitt um að ræða lýsingar, sem eru eðlilegar og ósviknar. En hvar
er glæsileiki ljóðskáldsins Davíðs Stefánssonar, hvar er tilfinninga-
hitinn, flugið, fegurðin, sem kemur hvarvetna fram í ljóðunum?
Við höldum áfram lestrinum, og lengi vel hittum við aðeins fyr-
ir á stöku stað hinn ljóðræna töframeistara, en þegar svo lista-
maðurinn hefir lagt undirstöðurnar, einfaldar og traustar, þá fær-
ist meiri fjölbreytni, litríki og líf í stílinn, og loks stendur bygg-
ingin fullgerð fyrir augum okkar, áhrifamikil og að ýmsu leyti
óvenjuleg að litum og línum. Það tekur okkur drjúga stund að átta
14*