Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 214
212
Ritfregnir
Skírnir
okkur á henni, og okkur virðist sitthvað, sem sé ekki nógu stíl-
hreint, ekki nógu samfellt að reisn, en brátt taka okkur föstum
tökum ákveðin heildaráhrif, og það rennur upp fyrir okkur, að
þarna höfum við fyrir augum stórbrotið listaverk, sem vert er að
kynnast sem nánast. í línum þess og litum er túlkuð íslenzk nátt-
úra og íslenzk þjóðarsál, hvort tveggja í öllum sínum harða nötur-
leik, allri sinni hrífandi tign, allri sinni auðlegð hinna andstæð-
ustu möguleika.
Þá er við athugum persónurnar í þessu skáldriti Davíðs í ljósi
þekkingar okkar á fortíð og nútíð, sjáum við, að þó að hvergi sé
slakað til um sem greinilegastar og trúastar lýsingar á körlum og
konum sem einstaklingum, þá eru persónurnar mjög margar eigi
að síður fulltrúar sérstakra þjóðlegra og þjóðfélagslegra eiginda
og tegunda af mönnum, mótaðra af mörg hundruð ára baráttu
þjóð'arinnar við fjárhagslega kúgun, fárlega refsilöggjöf, djöfla-
trú og drauga, eldgos og ísa — og af þeim menningarlega erfða-
hluta, sem henni, þrátt fyrir allt, tókst að varðveita.
Þeir tveir menn, sem einkum móta Sölva Helgason í bernsku og
valda mestu um örlög hans, að því leyti sem þau ekki ákvarðast af
erfðaeiginleikum og lífsaðstöðu, eru faðir hans, Helgi, og stjúp-
inn, Jón.
Helgi er ekki ógreindur maður, og hann er hneigður fyrir fræða-
grúsk. Hann er því að nokkru snortinn af því, sem gæti kallazt
menning. Hann hefir alltaf verið og er enn þá, þegar sagan hefst,
fátækur maður. Hann hefir kvænzt og getið börn við konu sinni.
En honum hrýs hugur við þeim erfiðleikum, sem á því eru, að konu
hans og börnum geti liðið þó ekki sé betur en sæmilega — og heim-
ilið verið sjálfbjarga. Og svo hvarflar það ekki einu sinni að hon-
um, að taka upp baráttu, sem kynni að geta leitt til þess, að hagur
hans batni svo, að hann geti með góðri samvizku helgað sig að
nokkru því fræðagrúski, sem hann er hneigður fyrir. Úrræði hans
verða þau, að Ijúga að sjálfum sér og konu sinni og hverjum, sem
vill á hann hlýða: Hann er of góður til að vinna baki brotnu fyrir
konu og krökkum. Hann er kominn af konungum, og það eitt er
honum í rauninni samboðið, að stunda söguleg fræði, leggja rækt
við ættvísina, sem verið hefir óskadís íslendinga. Hann getur raun-
ar ekki lifað eins og slíkum andlegum höfðingja og arftaka kon-
unga væri sæmandi, en hann getur þó stolið dögum og vikum frá
nauðsynlegustu skyldustörfum sínum og skrifað ættartölur hefðar-
manna — og látið konu sína ganga sér til húðar við karlmanns-
verkin á heimilinu. Hún er líka ættsmá og dregur auðvitað svona
tiginn andans mann niður í sorpið !
Þarna er þegar gripið á íslenzku erfðameini, flótta þjóðarinnar
frá baráttunni við örðugleika hins óblíða, raunhæfa lífs, sem engin