Skírnir - 01.01.1941, Síða 215
Skírnir
Ritfregnir
213
gæði lætur af hendi nema fyrir margfalt erfiði, sem enga framför
eða framvindu leyfir nema fyrir þrotlaust starf — og hvert er
flóttanum stefnt? Yfir í imynduð andleg stórvirki. Annars vegar
er þarna kákkennt og steindautt ættfræðigrufl og forfeðratil-
beiðsla, hins vegar ábyrgðarleysi og leti, samfara fyrirlitningu á
því, sem gerir manninn að manni, — því, að rækja fyrst og fremst
einföldustu og sjálfsögðustu skyldur sínar gagnvart sínum nánustu
og hinni stritandi þjóðarheild. Þarna er hin andlega förumennska
þegar komin fram á sjónarsviðið í allri sinni nekt.
Jón, stjúpi Sölva Helgasonar, hefir engar tilhneigingar til neinn-
ar andlegrar viðleitni af neinu tagi. Og hann hefir ekki, frekar en
Helgi, neina löngun til vinnu, og hjá honum hefir aldrei vaknað
neinn hugur til að komast úr kútnum. Hann er sér þess ekki heldur
meðvitandi, að hann hafi neinar skyldur við aðra. Það, sem hann
fær notið, er matur og brennivín, svefninn og hin frumstæðustu
afskipti af konum. Þá er hann veit, að hann á það í vændum að
verða faðir, verður hann hreykinn i bili, en einungis af því, að
hafa fengið sönnun þess, að hann getur þó þetta. Hann finnur
ekki, að faðernið skapi honum neinar náttúrlegar skyldur, og því
síður er það, að hann finni í því neina fullnægingu, að vinna fyrir
fjölskyldu. Hann er góðlátlegur i umgengni, meðan ekkert reynir
á, en strax og þeir, sem hann umgengst, verða honum að einhverju
leyti til óþæginda, verður hann geðvondur og óþjáll tuddi, sem
þráir fyrst og fremst að strjúka frá þeirri ábyrgð, sem á honum
hvílir. Hann er fulltrúi þess hluta þjóðarinnar, sem ekki aðeins er
gersamlega ósnortinn af allri menningu, heldur hefir einnig af lé-
legu uppeldi og ef til vill skorti og illri meðferð í æsku verið
Sneyddur hverjum meðfæddum manndómsvotti. Hann er alger
skepna að öðru leyti en því, að hann hefir mannlega getu til að
særa þá og niðurlægja, sem eru upp á hann komnir.
Þetta eru þá þeir mennirnir, sem öðrum fremur móta Sölva
Helgason, einmitt á því skeiðinu, sem hann er viðkvæmastur fyrir
hvers konar áhrifum. Annar þeirra, faðirinn, reynir að varpa á
sjálfan sig fölsku gliti með því að imynda sér, að sonurinn sé öll-
um fremri að gáfum, sé verðandi ofurmenni, borinn til óvenjulegra
afreka. Hann innrætir drengnum þetta, kennir honum að líta stórt
á sig, án tillits til aðstæðna og möguleika og án þess að leggja
honum það um leið á hjarta, að enginn verður mikill, sem ekki
leggur hart að sér til þroska og sannrar menningar. Og Helgi gerir
meira en að innræta syni sínum sjálfsálit. Hann kennir honum líka
að líta smátt á aðra, jafnvel á móður sína og systur . . . Svo er
það stjúpinn: Hann skortir allt til þess að skilja drenginn og vek-
ur strax hjá honum vanþokka og jafnvel viðbjóð. Svo mætir hann
drengnum með ruddalegu orðbragði, líkamlegum refsingum og