Skírnir - 01.01.1941, Síða 216
214
Ritfregnir
Skírnir
alls konar ónærgætni. Hann fóstrar hjá honum vanmáttarkennd að
öðrum þræði, en hins vegar ýtir hann undir þá mannfyrirlitningu,
sem faðirinn hefir þegar innrætt syni sínum.
Sölvi Helgason er gáfaour og glæsilegur. Hann hefir listamanns-
skap og listamannshæfileika. Hann er ör í lund og áhrifanæmur,
hefir mikið ímyndunarafl, næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar í
litum og línum — og er gæddur óvenjulegri orðkynngi. Hann er
líka ekki aðeins vel viti borinn, heldur einnig slunginn og ráðsnjali.
Hann er höfðinglegur og fríður sýnum, og hann er bæði fimur og
þróttmikill. En að nokkru meðfæddir ágaliar, en þó ef til vill fyrst
og fremst uppeldi, sem er í fullu ósamræmi við eðli hans og hæfi-
leika, valda því, að hann verður endema- og ógæfumaður. Van-
máttarkenndin beygir hann ekki né brýtur, en hún verður þó mjög
miklu valdandi um það, að hinar miklu og margvíslegu gáfur hans
nýtast hvorki honum né öðrum að neinu leyti. Honum hefir verið
innrætt það í æsku af þeim manni, sem hann hafði elskað og litið
upp til, að hann væri öllum meiri, og honum liggur svo mikið á
með að sýnast mikill og voldugur í augum annarra og að geta
nógu rækilega talið sjálfum sér trú um, að hann sé það i raun og
veru, að hann fær ekki beðið eftir eðlilegri þróun, eðlilegum ár-
ang-ri af nauðsynlegu, en erfiðu og raunar þrotlausu starfi. Hann
hefir ekki heldur í æsku fengið virðingu fyrir vinnunni né skiln-
ing á þeim óyggjandi og sigildu sannindum, að án raunhæfs starfs
næst enginn jákvæður árangur á brautinni til mannlegs mikilleika.
Nei, faðir Sölva Helgasonar leit niður á hin nauðsynlegu skyldu-
störf, og vinnan undir handleiðslu stjúpans varð viðbjóðslegur
þrældómur. Afstaða Sölva til vinnunnar er svo í samræmi við
þetta, og það á sinn mikla þátt í því, hvaða lífsleið hann velur.
Svo ber þess að gæta, að hinir óvenjulegu hæfileikar Sölva, and-
legii' og líkamlegir, gera honum það flestum betur fært, að sýnast
fyrir sjálfum sér og öðrum, blekkja aðra í bili og sjálfan sig alla
ævi. Og sjálfsblekkingin verður honum smátt og smátt svo auðveld
og eiginleg, að í henni verður hann eins konar stórmeistari, reglu-
legt ofurmenni. Allt, sem hann les, og allt, sem hann kynnist, verð-
ur vatn á hennar myllu. Hann telur sér trú um, að hann sé jafn
hinum mestu spekingum, listamönnum og herkonungum veraldar-
innar, telur sig drottins útsendara, misskilinn píslarvott, endur-
lausnara þjóðar sinnar og jafnvel guði sjálfum líkan. Allir eru
heimskir og illgjarnir, fyrirlitlegir og að engu hafandi — nema
hann sjálfur, og hann lítur því svo á, að hann hafi engar skyldur
við neinn og sé ekki undir gefinn nein lög eða neinar reglur. Kon-
ur, fjármunir og hvað annað verður honum aðeins verðugt stund-
argaman í fullu ábyrgðarleysi, því hvað er allt, sem er og hrærist,
á við það, sem koma skal fyrir hans tilverknað? Svo verður hann