Skírnir - 01.01.1941, Page 218
216
Ritfregnir
Skírnir
Ein af eftirtektarverðustu persónunum í sögu Davíðs er Loft-
ur, harmkvælamaðurinn húnvetnski. Davíð nefnir hvorki nazisma
né önnur nútíðarfyrirbrigði í sambandi við ástandið og hugsunar-
háttinn í Húnavatnssýslu á dögum Lofts, en eins og þegar lesinn
er Böðullinn eftir Lagerkvist, dettur lesandanum strax i hug sú
sýking tilfinninga- og hugsanalífsins, sem ofbeldisstefnur nútím-
ans hafa í för með sér, og sú siðferðilega niðurlæging, sem henni
fylgir. Loftur er hinn mjúki og meyri hugsjónamaður, sem hefir
trúað á boðskapinn um miskunnsemi og kærleika og lagt stund á
að lifa eftir honum, en skortir svo andlegt þrek, þegar ósköpin
dynja yfir, og í stað þess að verða þá rödd hrópandans í eyðimörk-
inni og halda á loft merki þeirra dyggða, sem eru andstæða þess,
er fjöldinn hyllir, lætur Loftur bugast og finnur sína einustu hugg-
un í meinlætum og píslarvætti. Kaflinn um krossburð Lofts er stór-
brotinn og áhrifamikill, en vandfarinn er sá vegur, sem skáldið
hefir þar valið sér, þar sem annars vegar er hættan á því, að farið
sé út fyrir það, sem talizt geti mannlegt og eðlilegt, en hins vegar
ei' nærstæður samanburðurinn við einn af átakanlegustu og eftir-
minnilegustu atburðum veraldarsögunnar.
Þá er það Júlla, fylgikona Sölva. Mörgum lesanda mun finnast
hún ráðgáta og sumum þykja hún allósennileg. Það er staðreynd,
að um hríð hafði Sölvi Helgason í för með sér kvenmann, sem
hann öðru hverju bar á bakinu í poka, en mér er með öllu ókunn-
ugt um, hvernig sá kvenmaður var, og get ég því ekkert um það
dæmt, hvort lýsing Davíðs á Júllu er í nokkru samræmi við veru-
leikann. En sú Júlla, sem Davíð hefir lýst, er hin merkasta per-
sóna. Hún er þrá kvaldrar og afvegaleiddrar alþýðu eftir lífi í feg-
urð og kærleika, eftir lífi, sem sé í hinu fyllsta samræmi við
drauma hennar um betri og bjartari framtíð fyrir allt það í fari
hennar, sem fíngerðast er og viðkvæmast. Það hefir verið kvalið
og kramið og liggur í dvala og óráðsórum, en vaknar til lífsins,
þegar um það leikur andblær hins göfugasta og hreinasta, sem býr
með listamanninum Sölva Helgasyni, fegurðarþrár hans, ástar hans
á islenzkri náttúru — og þeirra upprunalegu drauma, sem hann
hefir fengið í vöggugjöf, að honum megi auðnast að skapa fögur,
sönn og stórbrotin listaverk. En hann skortir manndóm og siðferði-
legan þrótt, og það, sem hann hefir lyft og lífgað af dvala, fellur
aftur í duftið, vængstíft og máttarvana.
Af öðrum konum sögunnar vil ég nefna móður Sölva og Völu
gömlu. Báðar eru þær snauðar og óupplýstar alþýðukonur. Móðir-
in er fórnfús og leggur allt í sölurnar fyrir börn sin — og hún
verður alger ambátt þess manns, sem er faðir þeirra. Lífið gefur
henni ekkert annað en þá fullnægingu, sem ein verður enn þann
dag í dag lífshlutur margrar ágætrar alþýðukonu — og enginn