Skírnir - 01.01.1941, Page 219
Skírnir
Ritfregnir
21T
karlmaður eða heimskona fær skilið til fulls, hve mikils er verð
fyrir óspillt og frumstætt kvenlegt e'Öli, þá fullnægingu, að ala.
börn og fórna sér skilyrðislaust fyrir þau — en vera svo dæmd úr
leik. Vala gamla er meykerling, en í henni er frá upphafi góður
efniviður, og henni hefir tekizt að stilla strengi sálar og líkama í
samræmi við öfl vaxtar og viðgangs í náttúrunni umhverfis og hjá.
þeim, sem hún umgengst, og svo verður hún manndómsmanneskja,
hrjúf, en hlý, heilbrigð og traust.
Eftirminnilegastir þeirra karlmanna, sem sagan getur um og
ennþá hefir ekki verið á minnzt, eru þeir Trausti hreppstjóri á
Skálá og Bjarni amtmaður Thorarensen. Trausti er hinn þrekmikli
og greindi dugnaðarbóndi, sem aldarandinn og óblíð náttúra hafa
ekki náð að beygja eða afskræma á neinn veg. Hann er hinn sanni
alþýðlegi höfðingi, sjálfstæður og gæddur ríkri ábyrgðartilfinn-
ingu, en hins vegar víðsýnn og hafandi til að bera þá kímnigáfu,
sem gerir það að verkurn, að hann hefir auga fyrir því skoplega
og sérstæða í tilverunni, jafnvel þar sem það kemur fram sem
eyðileggjandi veila, eins og hjá Sölva Helgasyni. Bjarni Thoraren-
sen er auðsæilega eftirlæti höfundarins, hámenntaður á erlenda
vísu, en um leið góður og þjóðlegur Islendingur, hugsjónamaður
og skáld, en gæddur hinu fyllsta raunsæi, dáandi Island og þá,
möguleika, sem það hefir upp á að bjóða, en glöggskyggn á veilur
aldarfarsins og þjóðarinnar.
í þessari skáldsögu eru margar glæsilegar og skáldlegar lýsing-
ar, en merkust og áhrifamest er hún fyrir það, að um leið og per-
sónurnar eru allar gæddar sínu sjálfstæða lífi og sagan verkar sem
listræn heild, þá er hún líka stórbrotin ádeila, sprottin af glóandi
vandlætingu, en byggð á skarplegri, persónulegri athugun, og hefir
skáldið hvergi bundið sig við yfirborðssjónarmið neinnar bók-
menntalegrar eða stjórnmálalegrar klíku, þó að það liggi hins veg-
ar í hlutarins eðli, að einhverjir kunni öðrum fremur að finna sig;
berskjaldaða fyrir skeytunum.
3.
Elinborg Lárusdóttir hefir færzt mikið í fang með Förumönn-
um sínum, en yfirleitt hefir þessu þriggja binda skáldverki hennar
verið vel tekið hjá þjóðinni. Það hefir hlotið marga lofsamlega rit-
dóma, en hefir þó orðið fyrir nokkru aðkasti, og hefir jafnvel
verið gengið svo langt að segja eitthvað á þá leið, að hjá skáld-
konunni gæti alls ekki listamannslegra vinnubragða.
Hér skal nú til að byrja með minnzt nokkuð á mál og stil og'
bent á helztu smíðalýtin á þessari löngu sögu.
Yfirleitt er málið hrein og látlaus íslenzka, og víða tekst skáld-
konunni að blása i stílinn dulkenndum yl, sem nokkuð minnir á