Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 220
'218
Ritfregnir
Skírnir
Selmu Lagerlöf, án þess, að þar sé um glögg áhrif að ræða, hvað
þá eftirhermur. Og í sumum samtölunum er svo mikið líf, og alloft
eru þau í svo góðu samræmi við skapgerð persónanna, að það
verður, þó ekki væri nema fyrir þetta eitt, að teljast hin mesta
firra, að þarna gæti ekki listamannslegra vinnubragða. En það er
stundum nokkurs ávant um stílinn. Hann er aldrei yfirbragðs-
mikill, og stundum verður hann allflatneskjulegur og litlaus, eink-
anlega í hinum oft löngu hugleiðingum persónanna eða höfundar-
ins í sambandi við þær og örlög þeirra. Þyrfti skáldkonan að leggja
stund á að vera stuttorðari í slíkum hugleiðingum og kosta kapps
um að ná þar meiri þrótti og meira lífi í stílinn. Hitt er svo annað
mál, að þessar hugleiðingar eru sjaldnast þarfleysa, svo sem varið
■er framsetningu skáldkonunnar, og oft bera þær vott um skarp-
skyggni og prýðilegan skilning á ýmsum fyrirbærum mannlegs
lífs og mannlegra eiginda. Stundum skortir nokkuð á rökrétt sam-
band setninga, og þá er og sumum setningum beinlínis ofaukið.
Heilir kaflar eru líka í sögunni, sem eru svo tilgangslitlir, að vel
hefði mátt sleppa þeim, en fella það, sem þeir flytja, í tiltölulega
fám orðum inn í næsta kafla. Þá ber og að taka það fram, að hin
samfellda saga í þessu skáldriti er ekki frásögnin um förumenn-
ina, heldur atburðirnir, sem frá er sagt úr lífi Efra-As-ættarinnar,
og í rauninni er ívafinu, förumannalífinu, stundum nokkuð losara-
lega ofið í uppistöðuna. Loks er þess að geta, að áhugi skáldkon-
unnar fyrir því, að koma að ýmsum menningarsögulegum fróð-
leik, ekki sízt viðvíkjandi ýmsri hjátrú almennings, virðist vera
svo mikill, að tillitið til listamennskunnar verði stundum að lúta í
lægra haldi. Ýmislegt af slíkum fróðleik lætur skáldkonan flakka,
þó að það falli ekki inn í heildina á eðlilegan hátt.
Annars er það einn kostur þesarar bókar, að þar kemur mikið
fram af menningarlegum fróðleik, sem fellur vel við efnið. Þarna
kynnumst við afstöðu fólksins til trúarbragðanna, trú þess á refsi-
dóma, álfa og drauga, trú á álög og heitingar. Þá kemur þarna
fram alþýðleg veðurfræði, greinleg lýsing á búskaparháttum og
vinnubrögðum — og yfirleitt lifnaðar- og hugsunarhætti íslenzks
sveitafólks á Norðurlandi á síðasta fjórungi 19. aldar. En einkum
eru það tvær stéttir manna, sem við kynnumst mjög náið, en það
eru vel menntir stórbændur — og svo förumennirnir.
Afstaða skáldkonunnar til mannanna og' tilverunnar er eindreg-
ið jákvæð, en hún er þó engan vegin mótuð af ábyrgðarleysi eða
byggð á fánýtri bjartsýni og yfirborðsmennsku. Hinar dökku hlið-
ar lífsins koma sannarlega fram í sögunni og eins veilur mann-
anna. Skáldkonan hefir auðsýnilega af innri þörf athugað vand-
lega hugsunarhátt, gerðir manna og lífsaðstöðu þeirra, og útkom-
an hefir orðið jákvæð. í þessari sögu biður Sölvi Helgason ekki