Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 221
Skírnir
Ritfregnir
219
um náð á dauðastundinni. I munni skáldkonunnar verða andláts-
orð Sölva þannig:
„Miskunnar þinnar þarfnast ég ekki, drottinn — einungis rétt-
lætis“.
Og einmitt réttlæti vill skáldkonan sýna hverri þeirri persónu,
sem hún lýsir. Hún athugar lífskjör þeirra í æsku og síðan lífs-
feril, og yfirleitt kemst hún að þeirri niðurstöðu, að mennirnir
séu ekki vondir frá barnæsku, heldur hafi lífið leikið þá grátt eða
villt þeim sýn, og þess vegna þurfi þeir ekki á miskunn dómarans
að halda, heldur þarfnist þeir réttlætis og eigi heimtingu á því.
Það er svo um íörumennina flesta, að búið hefir verið illa að þeim
í æsku. Þeir hafa verið hraktir og hrjáðir, og í stað þess að hlynna
að kostum þeirra og reyna að draga úr veilunum, hefir verið ýtt
undir það misjafna, en það góða traðkað niður í sorpið. Sölvi
Helgason, sem að sumu leyti er ekki eins glæsilegur í þessari sögu,
eins og hann er, þrátt fyrir allt, hjá Davið — og sízt, að Júlla,
sem þarna heitir Salla, varpi á hann nokkrum ljóma —, hefir, hvað
sem öðru líður, átt sér þann draum að mála myndina, sem tákni líf
mannanna í heillaríkri framtíð, líf mannanna í fullum friði, samúð
og skilningi, en Sölvi hefir verið ,,í urð hrakinn út úr götu“. Og
það, sem á við um förumennina, á það líka um aðra. Sveinn gamli
á Yzta-Hóli, nirfillinn og hörkutólið, hefir orðið að berjast í æsku
við hina bitrustu fátækt, og Efra-Ás-konurnar, þær eru bundnar
af marginnrættum og aldagömlum venjum og ættarskyldum, þegar
þær misþyrma dætrum sínum.
Hvað er það svo, sem veldur því, að mennirnir láta ekki hver
annan njóta réttlætis? Svar skáldkonunnar við þessari spurningu
kemur ljósast fram í eftirfarandi kafla, þar sem þeir eru að tala
saman, Sölvi Helgason á banasænginni og Andrés rnalari . . . Sölvi
segir:
„Ertu hræddur við mig, Andrés malari?
Onei, góðurinn minn, svarar Andrés malari hiklaust, því að á
þessari stund væri alveg miskunnarlaust að segja sannleikann.
Engir aði'ir en þeir, sem hafa viljað mér illt, hafa haft neitt að
óttast frá mér, segir gamli listamaðurinn.
Og er Andrés lítur augu hans, þá veit hann, að þetta er satt,
og Andrési verður undarlega við.
Manstu eftir myndinni, sem ég sýndi i veizlu Þórgunnar hús-
freyju?
Já, svarar Andrés malari. Ég man vel, að Ólafur i Króki líkti
henni við skjótta meri.
Asninn, ýsubeinssálin, með duggarabandshugsunarháttinn. En
þetta var uppheims andlegi blómrósarviðurinn mikli í alheimi, seg-
ir listamaðurinn með bitru brosi.