Skírnir - 01.01.1941, Síða 223
'Skírnir
Ritfregnir
221
ábyrgðartilfinningar á heitri hamingjuþrá hefir kostað Þórdísi ekki
svo lítið af hennar kvenlegu djúpúð og viðkvæmni. Sigrún er un-
aðslega heil og hrein, en Þórgunnur er minnisstæðust þeirra allra,
búandi yfir miklum möguleikum hamingju til handa sjálfri sér og
öllum þeim, sem henni eru nákomnir, en berandi í brjósti mikið og
viðkvæmt skap, stórbrotið stolt og heitar ástríður, sem geta, ef
hinn sterki vilji, hin glögga skynsemi og hin ræktaða sjálfsvirðing
missa tökin eitt augnablik, haft hinar örlagaþrungnustu afleið-
ingar. Hjónabandssaga Odds á Yzta-Hóli og Þórgunnar er áreið-
anlega það í þessu skáldriti, sem er bezt gert. Með það efni er
vandfarið, og sýnir skáldkonan þar fyllilega, hvað hún getur. Bar-
áttu Þórgunnar, sem er háð við hennar eigið stolt og stórlæti, lýsir
skáldkonan af mikilli nærfærni og glöggum skilningi á kvenlegu
sálarlífi. Sá er les þessa lýsingu og segir svo, að skáldkonan kunni
engin listamannsvinnubrögð, hann er í bókmenntalegu tilliti ekki
„nema hálfur maður“, eins og séra Hallgrímur sagði á sinni tíð.
Að lokum:
Skáldkonan á að geta losað sig að mestu leyti við þær veilur,
sem eru í stíl hennar og framsetningu. Og því verður svo ekki neit-
að af sæmilega greindum mönnum, sem hafa ekki brjálazt að meira
eða minna leyti af einhvers konar ofstæki, að skáldkonan hefir til
að bera ímyndunarafl, athugunargáfu og vitsmuni í ríkulegum
mæli, og auk þess menningarlegt jafnvægi, sem Sölvum Helgason-
um nútíðarinnar hlýtur að vera þyrnir í augum.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Gunnar Gunnarsson: Heiðaharmur. Saga. Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu. Rvík 1940, 251 bls. 8vo.
Síðast liðið sumar var ég ásamt öðrum góðum mönnum, er voru
að viða að kvikmyndinni ,,Þú ert móðir vor kær“, staddur á Hall-
ormsstað. Þeir ætluðu suður 1 Ranaskóg til þess að kvikmynda ein-
hver fegurstu skógartrén, sem til eru á þessu landi, og ég fékk að
fljóta með.
Þegar myndatökunni var lokið, tók að ýra úr honum, en okkur
langaði ekkert til að snúa við að svo komnu, þótt degi væri tekið
að halla. En þá var úr vöndu að ráða, því að baki lágu hinir forn-
frægu Hrafnkellsstaðir, er Sigurður Nordal prófessor þá nýverið
hafði skrifað svo skemmtilega og skilmerkilega um í smáritinu
Hrafnkötlu (Studia islandica, 7); en fram undan, hinum megin
Lagarfljóts, blasti Skriðuklaustur við okkur með hinu nýja og veg-
lega landssetri Gunnars Gunnarssonar. Enginn mun lá okkur, þótt
við stæðumst ekki freistinguna, stefndum beint á flúðirnar og ál-
ana við upptök Lagarfljóts og héldum vestur yfir.
Við riðum fram hjá „Hamborg" og fleiri bæjum og staðnæmd-