Skírnir - 01.01.1941, Side 224
222
Ritfregnir
Skírnir
umst fyrst á hlaðinu á Klaustri og lituðumst um. Það var engin
furða, þótt nýbyggingin, hið vandaða og mikla íbúðarhús, drægi
fyrst að sér athyglina. Þar voru vatnssorfnar flögur og hellur, hver
með sínu lagi, felldar inn í steypuna, og datt méi? strax í hug, að
þannig hefði Gunnar Gunnarsson fellt persónurnar inn í sögur sín-
ar, að hver þeirra hefði fengið að halda séreðli sinu og koma þar
til dyra eins og hún var klædd.
En nú kom til dyra þybbinn, en fremur lágvaxinn maður, með
lítinn trefil um hálsinn, þýður og yfirlætislaus búandmaður, og
bauð okkur til stofu. Það var Gunnar bóndi og skáld Gunnarsson.
Engan, sem ekki vissi betur, myndi hafa grunað, að maður þessí
hefði dvalið heilan mannsaldur eða lengur erlendis, farið þar í and-
lega víking og lagt heiminn að fótum sér, en væri nú nýkominn
heim til þess að setjast að á ættjörð sinni og hefja þar, rúmt
fimmtugur, nýjan rithöfundarferil.
Ekki varð af neinu ráðið nema af hinu mikla og veglega bóka-
safni hans og litlu, fornfálegu skrifborði, sem sennilega hefir fylgt
honum frá því, er hann tók fyrst að rita, að hér sæti maður and-
spænis frægum rithöfundi, er kynni frá mörgu að segja, en verðist
þó allra frétta um störf sín og unnin afrek. Var ekki laust við, að
ég öfundaði skrifborðsskriflið, er vissi öll hans leyndarmál með
honum og faldi nú sennilega fyrir mér handritið að fyrstu skáld-
sögunni, sem Gunnar Gunnarsson hefir frumritað á íslenzku, frá
því er hann fór a.ð heiman og þangað til nú. En það er einmitt
H e i ð a h a r m u r, sem nú er nýkominn út, en hefir, þótt kyn-
legt megi þykja, verið að litlu getið enn sem komið er.
Inn kemur nú hin myndarlega, aðsópsmikla húsfreyja, hinn tryggí
lífsförunautur skáldsins, og býður til kvöldverðar. Sezt er að snæð-
ingi fyrir framan mikinn og fallegan arin og veitt af mikilli rausn
og alúð.
Síðan er gengið út. Útihúsin eru enn í smíðum, en gömlu íbúðar-
húsin hálfrifin. Fellið rís hátt og tignarlegt að baki, eins og hlaðin
leghöll horfinna tíða, en fram undan er gamall kirkjugarður, tún
og engjar. A kirkjugarði göngum við um gömul, gróin leiði, og yzt
í einu horninu hvílir Jón Hrak, sá er Stephan G. Stephansson gerði
dýrlegan með samnefndu kvæði sínu og einnig mun eiga St. G. St.
það að þakka, að leiði ha.ns er nú ekki týnt með öllu, því að hann
lét hlaða það upp, er hann kom heim 1917. Nú hvíla þarna margir
ónafngreindir karlar og konur, er sennilega hefir kveðið miklu
meira að í lífinu, en enginn veit nú lengur nöfnin á.
Síðan göngum við niður túnið, niður að skógarleifum þeim, er
Gunnar Gunnarsson hyggst að friða og hlúa að. Þar er hann nú
sjálfur kvikmyndaður við hríslur þær, er hann hefir tekið til fóst-