Skírnir - 01.01.1941, Side 225
Skírnir
Ritfregnir
22$
urs og umönnunar. Og svo er gengið heim aftur, þakkað fyrir,.
kvaðzt og haldið af stað.
Inn gengur bóndinn á Klaustri með sömu hægðinni og út var
komið, en við sprettum úr spori. Og svo er aftur riðið greitt aust-
ur yfir í lágnættismóðunni.
En það var Heiðaharmur, sem mig langaði til að minn-
ast ofurlítið nánar á.
Heiðaharmur — hvað á þetta dáfagra, en dulræða nýyrði að
tákna? Það hylmir yfir langa og stranga baráttu fjallabænda við
yfirþyrmandi náttúruöfl, eldgos, harðindi og uppblástur áður gró-
inna heiða eftir harðindaárin milli 1880 og 90, þegar mestur vestur-
farahugur kom í menn og hvað flestir flýðu land, en þeir, sem eftir-
sátu, urðu að heyja þrotlausa baráttu við hin eyðandi öfl náttúr-
unnar, og flosnuðu þó upp að lokum eða fórust með voveiflegum
hætti, allir nema þeir, sem voru svo í sveit settir, að jörðin blés
ekki upp undan þeim, og þeir, sem höfðu mesta átthagatryggð og'
trúfesti til að bera, eins og Brandur á Bjarg'i og Bjargföst dóttir
hans, og fóru þau þó heldur ekki varhluta af baráttunni og slys-
unum.
Sagan hefst á lofdýrðarrollu eins ónefnds vesturfarapostula, sem.
Brandur á Bjargi úthýsir og vill hvorki heyra né sjá, og á því, að
honum fæðist dóttir, yngst fjögurra barna, er hlýtur nafnið Berg-
þóra i skírninni, en fær gælunafnið Bjargföst heima fyrir, af því,
að á hana er litið sem eins konar sáttmála og friðarboga milli guðs
og manns um að flýja ekki land og yfirgefa ekki hin sumarfögru,
en harðbýlu heiðalönd, fyrr en þá í fulla hnefana. Og um heiðabú-
ana og hina harðvítugu lífsbaráttu þeirra ræðir svo öll sagan.
Bjargföst er fermd á hvítasunnudag. En þá koma heiðabúarnir,,
sem svo oft hafa gist að Bjargi á kaupstaðarferðum sínum, því nær
með tölu að Bjargi til þess að vera viðstaddir hina hátíðlegu at-
höfn í Eindalskirkju, og höfðinginn þeirra á meðal, Þorleifur í
Núpadal, gefur henni vel taminn, ljómandi fola, er hún nefnir Fal
og hugsar nú sér til skammar meira um hann en sjálfa ferminguna.
Að athöfn þessari lokinni taka heiðabændur stúlkubarnið heim
með sér inn yfih heiði, svo að hún geti húsvitjað þar á bæjunum.
En einmitt með þessu móti kynnumst vér svo vel mönnum þeim,
sem höf. fellir inn í sögu sína, öllum háttum þeirra og búskaparlagi.
Fyrst komum við til Páls gamla á Kliffelli, sem nú raunar er að-
framkominn, og Þóru konu hans. Páll trúir á fjallið sitt sem eins
konar fótskör guðs og finnst sem hann eigi alls konar börn og
skyldmenni i dröngunum og hólunum í landareign sinni. Þá kom-
um við til Geirs og Sólrúnar á Valavatni. Þar eru bæjarhús og pen-
ingshús öll nýhlaðin úr sniddu og streng og þannig skipað, að inn--