Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 226
•224
Ritfregnir
Skírnir
angengt er úr einn; í annað, en lindarvatnið, sem er svo heilnæmt,
að enginn sýkist þar, er aðeins ókomið í bæinn. Þá er og hvert
mýrarsund heim að bænum brúað og það vottar fyrir fyrirhleðslu
í ánni, verkleysu, sem Geir vill þó ekki kannast við enn sem komið
er. Hann er eins og hinir bændurnir hátíðabúinn í dag og ann sér
hvíldar frá vinnu til þess að taka á móti Bjargföstu og ríður svo
með henni og Þorleifi um alla landareign sína, sem er svo víðlend,
að sól bæði rís og hnígur yfir henni.
Þá er riðið inn yfir öræfin heim að Núpadal, sem eú ríki fyrir
sig, þar sem Þorleifur býr sínu rausnarbúi. Allt er þar heimaunnið
og dæturnar tvær, þær Heiðrún og Alfrún, hafa þar sína vefstofu
og vefa ábreiður og gluggatjöld, dúka og lín og allt, sem með þarf,
skv. þjóðsögninni, sem myndaðist þar upp úr Móðuharðindunum:
Ræð eg þér að spinna,
ríkið muntu vinna.
En sjálfur er Þorleifur í frístundum sínum að grípa í það að
„klappa steininn“, tvíbreiðan, blági'áan blýstein innan af heiðum,
er hann ætlar að hafa yfir sig og Jóru sína, er þau leggjast til
hinztu hvíldar í kirkjugarðinum litla í Núpadal.
Þá er riðið óraleið út að Rangalóni, eina rétta og raunverulega
bæjarheiti sögunnar, er bendir á, að hún gerist í heiðadrögunum
upp af Vopnafirði, er höf. nefnir Þridælu. Á Rangalóni, sem svo
er nefnt, býr Runi gamli og stundar í frístundum sínum silunga-
veiði á áralausum bát þannig, að hann rær annarri hendi með skóflu
sinni, en eys með hinni og raular fyrir munni sér:
Ræ eg hér og ræ eg hér á Rangalóni,
ræ um dagmál, ræ að nóni,
rubbungsveiði er í Lóni.
I bakaleiðinni er komið við að Haugi; en þar er viðurstyggð
eyðileggingarinnar, uppblásturinn að byrja, þar sem Eiríkur bóndi
háir Hjaðningavíg við höfuðskepnurnar, en verður þó smátt og
smátt að láta undan siga. Á næsta bæ, Leiti, býr hann Björn minn,
sá góði maður, sem þó jafnan hefir til eins og fleiri að hnýta í Þor-
leif á bak. Þar fer fram skemmri skírn á yngsta króganum við mikl-
ar nafngjafir og sveinninn látinn heita Brandur Þorleifur Bjarg-
fastur sem þrenningartákn alls hins bezta og traustasta í og undir
heiði. Og loks er komið að Læk til Jóns gamla, sem hleður feg-
urstu og traustustu bæjarveggina þar í heiðinni og á son, Jón litla
bíld, sem sífellt er að föndra eitthvað i höndunum við útskurð og
annað því um líkt.
Svona var nú ástatt í heiðinni í þá daga, og allir höfðu þeii',