Skírnir - 01.01.1941, Page 227
Skírnir
Ritfregnir
225
heiðabúarnir, til síns ágætis nokkuð. En allt átti þetta eftir að fara
forgörðum í harðindunum á vetrin og uppblæstrinum haust og vor.
„Þetta var sumarið, sem ég átti sumrin tvö“, sagði Bjargföst
síðar. Og alla tíð siðan mundi hún eftir mönnunum, sem heiðina
byggðu, og var þeim jafnan haukur í horni. En faðir hennar, Brand-
ur, varð hjálparhella þeirra allra og mátti ekki til þess hugsa, að
nokkurt heiðabýlanna legðist í eyði. En bráðlega rak nú að þessu,
því að ekki var Bjargföst fyrr heinf komin en lík Páls á Kliffelli
var flutt til grafar, og Brandur átti í mesta basli með að halda
Þóru kerlingunni, ekkju hans, kyrri á jörðinni til næstu fardaga;
en þá var hún byggð Eika á Haugi, sem ekki var nú sætt lengur
þar, en fluttist þó þaðan nauðugur. Brandur varð „reipabani“ dag-
inn þann, sem hann var að flytja Eirík, svo gramur var hann for-
sjóninni, ef nokkur væri, að leika einyrkjann svo grátt, sem raun
var á orðin.
Þau Brandur og Una kona hans áttu, eins og þegar er sagt, fjög-
ur börn, son, að nafni Einar, elztan barna, fremur lingerðan, og
telpur þrjár, sem meiri töggur voru í, þær Hönnu, Dóru og Berg-
þóru. Hanna var gefin að Tindastóli (Bustarfelli?), því höfuðbóli
Þrídala, er sama ættin hafði setið í fjórar aldir og þó nokkrum ár-
um betur, en nú var farið að losna um fyrir vesturfarir. Því lét
Brandur sér fátt um finnast þann ráðahag. Dóra fylgdi Jóni hin-
um bíldhaga eftir til Kaupmannahafnar og gerðist þar saumakona
og matselja, meðan Jón var að nema iðn sína, og Bjargföst gekk
loks að eiga nágranna sinn, Odd hinn fámála, og fluttist þá að Gili,
hinum megin ár, gegnt beitarhúsunum frá Bjargi.
Dag einn á jólaföstu ber gest að garði í blindhrið. Það er Eiki á
Haugi, sem nú er að flýja Kliffellið. Yerður Brandur að taka við
því á eigin ábyrgð og jafnframt tekur hann Þóru gömlu í hornið
til sín.
En nú er farið að búa undir brúðkaup Bjargfastar og þeirra
beggja Gilsbræðra, Odds og séra Björgvins, mestu hátíðina, sem
haldin var að Bjargi, frá því er þau Brandur og Una tóku þar við
búsforráðum. Þá eru flestir heiðabúanna aftur þar komnir og færa
Bjargföstu og Oddi heilt kvígildi af ám, loðnum og lembdum, og
hefir Þorleifur í Núpadal enn sem fyrri orð fyrir þeim í einkar
skemmtilegum ræðustúf.
En — ég má ekki skemma lestur sögunnar með því að lýsa því
nánar, hvílíkur meistari Gunnar Gunnarsson er í því að búa til
heildarlýsingar af mannfagnaði og þó jafnframt sýna okkur inn í
hvern og einn, eins og þarna, er læknirinn rekur upp hlátursrokuna
undir ræðu Þorleifs og hvernig honum síðan er lýst í húð og hár.
Höf. lætur einkarvel að gera góðlátlegt gabb að mönnum, án þess
15