Skírnir - 01.01.1941, Síða 228
226
Ritfregnir
Skírnir
beint að særa, og stingur þetta mjög i stúf við illkvittni annarra
ísl. höfunda um menn og málefni.
Skugga ber nú samt sem áður á þenna heiðursdag Bjargfastar.
Jón gamli frá Læk fer einförum á hlaðinu. Er eins og honum sé
brugðið, gamla manninum, og þeim báðum hjónunum, sem áður
voru svo fjörmikil og samtaka. Bjargföst biðui' mann sinn að vera
þar um nóttina, en þó fylgja þau veizlugestum að kveldi á heiðar-
brún og njóta nú öræfadýrðarinnar og þess, að þau eiga nú hvort
annað.
Um morguninn er úðarigning og Bjargföst kemur að þeim Jóni
og konu hans og mágkonu sitjandi á hlaðgarðinum, „löruð og lú-
in, —■ þrotin gamalmenni“. Þau höfðu þá nýlega misst tvö yngstu
börnin og föstudaginn fyrir hvitasunnu hrundi annar baðstofuvegg-
urinn. Það var rokveður þarna innra og skóf undan húsunum, tún-
ið búið að kalla má og síðan gengið að bænum. Þessum húsum var
þó ætlað að standa: — Jæja, sagði Jón, ég átti þá eftir að lifa það
að gista í vegglausri baðstofu eins og á bersvæði undir barði! ■—
Brandur tjáir sig1 fúsan til að taka við þeim og flytja allt laus-
legt heim að Bjargi, en Bjargföst kyssir föður sinn að launum og-
telur sér nú ofaukið. Og svo ríða þau brúðhjónin heim.
Morguninn eftir leggja þeir Brandur og Einar sonur hans, ásamt
Jóni gamla frá Læk, upp með marga áburðarhesta til þess að flytja.
séra Björgvin og konu hans Hjálmu austur yfir. Einar sýktist á
leiðinni og verður innligsa hjá presti. En nú kemur Jón hinn bíld-
hagi heim frá útlöndum með Dóru og tvö börn og hýrnai' þá um
stund yfir heimilinu á Bjargi. Þeim Oddi og Bjargföstu verður og
barna auðið, eignast fyrst dóttur, er Brandur vill skíra ísafold, og
síðan pilt og stúlku, sem látin eru heita eftir afa og ömmu.
En nú ríður hvert reiðarslagið eftir annað yfir þá heiðarbúa.
Kýr lætur kálfi um veturnætur hjá Birni á Leiti og hann horfir
fram á það, að börnin verði mjólkurlaus vetrarlangt. Brandur
hyggst að bæta úr því og færa honum kú; en hríðarveður ganga,,
og þegar þeim loks tekst að leggja af stað með kúna, hefir Björn
orðið úti á ferðum sínum eftir mjólk inn í Skuggadali, svo að
Brandur verður að flytja lík hans, ásamt konu hans og börnum,
heim til sin, og er það átakanleg lýsing, sem gefin er af því ferða-
lagi.
En sjaldan er ein báran stök. Runólfur á Rangalóni stelst á burt
með sitt hyski til Vesturheims og nú eru einir tveir eftir af búönd-
um þar, Geir og Kári, því að Þorleifur í Núpadal er nú horfinn
undir græna torfu og hættur að „klappa steininn"?
Þetta var sumarið, sem Búastríðið var háð, mesta vandræða-
sumar, fyrst framan af eilífir þurrkar, síðan ódæma rigningar, svo-
að ekkert nýttist. Samt vildu Þrídalir ekki fella niður sumarhátíð