Skírnir - 01.01.1941, Síða 229
Skírnir
Ritfregnir
227
sína og bar þar að vanda mest á sveitaskáldunum, eldri og yngri.
En á eftir kemur vetur, sem alveg fer með Kára greyið í Skugga-
dölum, sem þó alltaf var fremur veitandi en þiggjandi, og ekki er
í annað hús að venda en að Bjargi. Gömlu hjónin á Tindastóli halda
til Vesturheims og Þórhallur, sonur Þorleifs, í kjölfar þeirra. Svo
kemur þyngsta áfallið fyrir þau gömlu hjónin, Brand og Unu, að
þau Oddur og Bjargföst missa bæði yngri börnin sín í uppistöðu
eina í túninu og bera þau heim sem liðin lík. Og loks kemur síðasta
áfallið að hausti, að Geir, þessi dugnaðarvargur, lendir með fjár-
rekstur í krapahríð, verður gagndrepa, fær lungnabólgu og deyr.
Er Brandi berst það til eyrna, sezt hann á fiskasteininn heima á
hlaðinu hjá sér og mælir lágt við sjálfan sig: Hverf er haustgríma!
Og svo lýkur þeirri sögu.
En því er ég nú að rekja hana svo nákvæmlega? Það er af ýms-
um ástæðum, en þó einkum af því, að hún opnar augu manna bet-
ur en nokkuð annað fyrir uppblásturshættunni, sem vofir yfir þessu
landi, og er í rauninni geigvænlegri en bæði eldgos og harðindi.
Þetta er raunasaga og þvi raunalegri, sem hún er að mestu raun-
veruleg. Því að svona var ástatt um það bil, þarna eystra, er höf.
kvaddi landið. Sýnii' það einstaka trúmennsku hans og tryggð við
gamlar minningar, að hann tekur nú upp þráðinn þar, er frá var
horfið fyrir meiru en mannsaldri.
Við lok sögunnar verður manni á að hugsa, hvort vesturfara-
postulinn í upphafi sögunnar hafi ekki haft allmikið til síns máls,
er hann var að hvetja menn til þess að yfirgefa þessar auðnir og
leita sér annarra betri bústaða. Og' skyldi þetta þá vera meining
höf. sjálfs?
Pjarri fer þvi! — Þá hefði hann ekki skapað þvílíkar manndóms-
manneskjur, sem þau feðginin Brand á Bjargi og Bjargföstu, og
þá hefði ekki orðið til þessi brýningar- og hvatningaóður karl-
mennskunnai', er hljómar í gegnum alla söguna, að gefast ekki upp,
hvað sem á bjátar. Og ekki hefði höf. sjálfur farið að leita hingað
til lands aftur, eftir mannsaldurs útivist, ef Brandseðlið hefði ekki
verið svo ríkt í honum sjálfum, að hann gæti ekki hugsað til að
yfirgefa land sitt fyrir fullt og allt.
Enda býst ég við, að hann liti nú á land sitt og' framtíð þess öðr-
um augum en áður. Því að þó að vér nú jafnan, eins og áður, get-
um búizt við óáran og harðindum, þá hefir nú mikil breyting orðið
á um hugarfarið, og mannshöndin er farin að þora að reisa rönd við
eyðingunni með aukinni ræktun, friðun og beinum vörnum gegn
eyðingu lands og uppblæstri. Eða hafa nú ekki tugir þúsunda hekt-
ara verið lagðir undir nýrækt og því nær jafn margir tugir þúsunda