Skírnir - 01.01.1941, Síða 232
230
Ritfregnir
Skírnir
Löng er nóttin þeim, sem birtunnar bíða. — —
Við brunninn ég sat, þar sem stjörnurnar komu forðum,
og horfðu á okkur börnin, og brostu við okkur
frá botni djúpsins. En það er svo óralangt siðan.
Það var eins og blær frá hinum víðu vogum í „Útsæ“ Einars
Benediktssonar hefði farið um hug skáldsins og vakið blundandi
hætti í sál hans, eins konar nýja dansa málsins, frjálsari að sumu
leyti en hina gömlu, stuðlasterku og hendingaföstu. Hann hefir
og stundum tyllt á fremstu nöf um stuðlasetningu og jafnvel ort
háttleysu. En hin ströngu lög stuðlasetningar í íslenzkum kveð-
skap ættu að vera heilög og órjúfanleg landarnæri milli Ijóðs
og lausamáls. Annars mun leir lausamálsins áður en varir flæða
yfir grænar grundir ljóðlistarinnar og kæfa kynborinn gróður. —
En „Fagra veröld“ hafði fleira nýtt í pokanum en nýja hrynj-
andi. Hún birti Reykjavík í nýju ljósi, asfaltið angaði öðruvísi en
áður og menn heyrðu nýjan boðskap í raust kolakranans, en i
strengi skáldsins var komin góðlátleg glettni, sem hressti alla.
Bæjarstjórnin brá við og veitti skáldinu sæmilegan ferðastyrk í
viðurkenningarskyni. Og Tómas lagði af stað í suðurgöngu.
„Sjörnur vorsins“ eru að nokkru leyti ávöxtur þessarar ferð-
ar. „Við Miðjarðarhafið“, „Konan með hundinn“, „í klaustur-
garðinum", „Ljóð um unga konu frá Súdan“, „Jerúsalemsdóttir",
„Morgunn við Afríkuströnd“ hefðu ekki verið kveðin án þess styrks,
og mér finnst, að hann hafi margborgað sig. Þó eru mörg heima-
fengnu kvæðin í bókinni engu síðri. Tómas er nú orðinn hreinn
snillingur á þeim strengjum, sem hann hefir hingað til leikið á.
Glettni hans, ljóðræna og hrynjandi hafa svo heillandi blæ, að
mönnum hlær hugur við. Sumum er forvitni á að vita, hvort hann
býr ekki yfir enn öðrum dýpri tónum og voldugri yrkisefnum.
Þeir hafa ekki heyrt rödd hans í ofviðrinu eða neitt af þrumum
og eldingum frá Sinaí í ljóðum hans og engan sálm, sem hann
þó eflaust gæti ort. En hvað um það. Aðalatriðið er, að hann býð-
ur ekki annað en heimabrugguð vín, og þau eru Ijúf og áfeng.
G. F.
Sigurður Nordal: Líf 03 dauSi. Sex útvarpserindi með eftirmála.
Reykjavík. Kostnaðarmaður Valtýr Stefánsson. 1940. 200 bls.
Erindi þessi vöktu, svo sem kunnugt er, mikla áheyrn og athygli,
er þau voru flutt, bæði vegna ræðumanns og efnis þess, er þau
fjölluðu um. Og er þau síðan birtust á prenti með eftirmála til
frekari skýringar, sem er nærri þriðjungur ritsins, seldist bókin
upp á örskötnmum tíma. Sýnir þetta, að erindin voru orð í tíma töl-
uð og alþýða manna vill gjarnan heyra þessi mál rædd frá nýjum