Skírnir - 01.01.1941, Page 233
Skírnir
Ritfregnir
231
sjónarmiðum. Það yæri og sannast að segja hinn þyngsti áfellis-
dómur um andlegt líf þjóðar vorrar, ef fáir vildu hlusta, þegar
rætt er af einlægni og andríki um þá listina, sem æðst er allra og
í raun réttri undirstaða allra annarra lista, en það er lífernislistin.
Og mér finnst höfundurinn afsaka það um þarfir fram, að hann
stigur í stólinn. Hann á, og hefir þegar fengið, miklar þakkir fyrir
framtak sitt í þessu, og er vonandi, að hann verði þar brautryðj-
andi. Vér eigum að taka trúar- og siðgæðismálin til rækilegrar
meðferðar í ræðu og riti og ekki sizt í útvarpinu, sem góðu heilli
hefir reynzt opið fyrir slíkum efnum. Þar eiga leikmenn jafnt og
vigðir menn að stíga i stólinn, ef þeir hafa einhvern boðskap að
flytja um það, hvernig vér eigum að fegra líf vort og fullkomna.
Það er síður en svo, að slikt yrði til þess að taka brauðið frá prest-
unum. Það mundi verða hin bezta vakning til nýrrar athugunar á
því, hvað kristindómurinn hefir verið þjóð vorri á umliðnum öld-
um og á að verða henni í framtíðinni. Og eg skil ekki, að neinn
sannur guðsmaður þykist hafa ástæðu til að óttast þær umræður.
Hið mesta mein alls andlegs lífs er kuldi og kæruleysi fyrir þeim
boðskap, sem fluttur er. Fyrsta skilyrðið er að vekja áhugann á
viðfangsefninu, en til þess verður að taka þann, sem við er rætt,
eins og hann er, gera sér grein fyrir þeirri lifsskoðun, sem felst í
líferni hans, láta hann standa fyrir sinu máli og verjast, eða gef-
ast upp fyrir æðri lífsskoðun, er hann sér, að hann er kominn í
ógöngur. Þetta hefir Sigurður Nordal reynt í viðræðum sínum við
Jón, heimsmanninn. Mikið af erindunum miðar að því að sýna, að
hverjum manni er sjálfs sín vegna skylt að taka líferni sitt og lífs-
skoðun til alvarlegrar íhugunar og reyna að finna lausn, sem gefur
lífi hans aukið gildi. En höfundurinn vill ekki bjóða öðrum aðrar
leiðbeiningar en þær, sem honurn hafa sjálfum reynzt vel á lífs-
leiðinni. Það er drengilegt, því að enginn skyldi reyna að gefa
öðrum annað en það, sem hann á sjálfur; en auðfundið er, að höf-
undurinn vildi gjarna hafa meira að bjóða en hann þykist geta
gefið. Uppistöðu erinda sinna hefir hann í eftirmálanum sjálfur
dregið saman í þessum orðum:
„A3 annað líf sé möguleiki, sem með þekkingu okkar og van-
þekkingu saman lagðri sé blindni að neita.
Að þetta sé svo stórfelldur möguleiki i okkar litla lífi, að ein-
sætt sé að hafa hliðsjón af honum.
Að skynsemi okkar gefi bendingar um undirbúning annars lífs,
sem við höfum gildar ástæður til þess að treysta: hvað við getum
ekki flutt með okkur og hverjar lífsstefnur muni skila okkur betur
eða verr hæfum sem einmana og nöktum innflytjendum í nýja
tilveru.
Að það sé hugarburður og misskilningur, að skynsamlegur undir-