Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 234
232
Ritfregnir
Skírnir
búningur annars lífs komi í bága við sanna velferð í þessu lífi.
Miklu fremur sé nauðsyn að hafa hvorttveggja í huga. Það reyn-
ist hinn bezti prófsteinn á gæði þessa lífs og leiðarvísan til þess
að velja rétt úr þeim að gæta þess jafnan, hvað geti haft fyrirheit
fyrir aðra tilveru. Hins vegar séu allar hugmyndir um sáluhjálpar-
skilyrði hinum megin, sem geri manninn ekki lika gæfusamari í
þessu lífi, grunsamlegar og varhugaverðar.
Með þessum leiðsöguatriðum virðist mér fengin undirstaða lífs-
skoðunar og hagnýtrar lifernislistar, sem getur fullnægt meiri hluta
þeirra manna, sem hugsar um lífið sem vandamál á annað borð.
Þau taka bæði fullt tillit til þess lífs, sem í hendinni er, og mögu-
leika hins óvissara. Þau sýna, að samleiðin milli þessa heims barna
og hinna, sem annað líf er ríkara í húga, nær miklu lengra en al-
mennt er talið og hvorum tveggja er tamt að viðurkenna. Þau geta
varað við refilstigum til beggja handa. Og þau setja lífinu tak-
mark og skorður, án þess að gera það allt of einskorðað og fátæk-
legt“. (Bls. 167—168.)
Það er að vísu ekki nýtt ráð að líta á lífið af sjónarhól dauðans.
I „kverinu“ mínu lærði eg, að umhugsun dauðans og dómsins væri
gagnlegt og nauðsynlegt dyggðameðal, og í islenzkum sálmi stendur:
Svo lifa sérhver á,
sem sálast eigi,
en andast eins og sá,
sem aldrei deyi.
En Nordal hefir í erindum sínum sýnt, að það er frjósamt einnig
fyrir þá, sem ekki þykjast hafa fulla vissu um annað líf, að fylgja
þessu heilræði, og hann hefir fengið því ógleymanlegan búning í
dæmisögunni, sem erindin enda á, „Ferðin, sem aldrei var farin“.
Sú dæmisaga er perla, sem lengi mun skarta í bókmenntum vorum,
svo stílhrein er hún og gagnhugsuð. G. F.
Tómas Sæmundsson. Æfiferill hans og æfistarf. Eftir Jón Helga-
son, dr. theol., biskup. Reykjavík. Útgef.: ísafoldarprentsmiðja h.f.
1941. 261 bls. 8vo (með 4 myndablöðum).
Dr. Jón Helgason biskup er ágætt dæmi þess, að brennandi áhugi
á rannsóknum og ritstörfum getur haldið mönnum ungum og starf-
hæfum á þeim aldri, er flestir fara að linast í sókninni. Fjórar
merkar æfisögur hafa komið frá hendi hans siðustu sex árin
(Meistari Hálfdan 1935, Hannes Finnsson biskup 1936, Jón Hall-
dórsson prófastur 1939, og nú bókin um Tómas Sæmundsson), allt
mikil rit. Þarf ekki annað en líta á heimildaskrár þessara bóka til
að gera sér nokkra hugmynd um vinnu þá, sem í þeim er fólgin.
Og þó hefir dr. J. H. samtímis ritað margt annað, greinar í blöð