Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 235
Skírnir
Ritfregnir
233
og tímarit, útvarpserindi, og rit nm Reykjavík, þar sem hann virð-
ist þekkja hvert hús og hvern karl og kerlingu, sem þar hafa verið
síðustu hálfa aðra öld. Það var engin furða, þótt honum léki hugur
á að rita sögu Tómasar afa síns, sem eflaust hefir frá barnæsku
hans staðið honum fyrir hugarsjónum sem ljómandi fyrirmynd og
hvöt til dáða. Hann hafði fengið að erfðum margt af handritum
Tómasar, gefið út hin merkilegu bréf hans og kafla úr Ferðasögu
hans á 100 ára afmæli hans 1907. „Loks hefi ég, uppalinn frá
barnæsku í nánu sambandi við þá, sem stóðu honum næst í lífinu:
við eiginkonu hans (ömmu mína) og dóttur hans (móður mína)
og við nokkra nákomna ættingja aðra, kynnzt ýmsum atvikum úr
lífi hans, er aldrei hafa verið í letur færð, en hafa geymzt i endur-
minningum þessara ástvina. Allmörg slík atvik hefi ég notfært mér
í riti þessu, með því að þau bregða birtu yfir ýmislegt í fari Tóm-
asar og framkomu, og gera mynd hans enn skýrari", segir dr. J. H.
í formálanum.
Efni bókarinnar er: Inngangur um Högna-ættina. I. Uppvaxtar-
og skólaárin. II. Hafnarárin. III. Suðurlandaferðin. IV. Hafnar-
dvölinl834. Útgáfa Fjölnis fullráðin. V. Alkominn heim. VI. Sveita-
prestur og prófastur. VII. Kennimaðurinn. VIII. Sambandið við
samherjana. IX. Rithöfundurinn. X. Undirtektir landsmanna.
XI. Heimilishagir. XII. Þyngsta baráttan. XIII. Niðurlag. Viðaukar
og heimildir. Nafnaskrá.
Þátturinn um forfeður Tómasar, Högna-ættina, er einkar fróð-
legur og skemmtilegur og sýnir, af hve traustu bergi Tómas var
brotinn. Hann var 7. maður frá síra Olafi Guðmundssyni sálma-
skáldi á Sauðanesi — allt prestar, nema Sæmundur, faðir Tómas-
ar, sem þó var ekki minnstur maðurinn. Æfi Tómasar rekur höf-
undurinn siðan eftir heimildunum, einkum ritum Tómasar sjálfs,
prentuðum og óprentuðum, og segir jafnframt frá þeim mönnum,
er hann hafði mest saman við að sælda á hverjum tíma, og gefur
það góða og trausta mynd af söguhetjunni. Tómas varð víðförul-
astur allra íslenzkra samtiðarmanna sinna á tveggja ára för sinni
um Þýzkaland, Austurríki, Ítalíu og frá Neapel til Sikileyjar,
Aþenu, Smyrnu og Miklagarðs, en þaðan um Neapel, Sviss, Paris
og London aftur heim til Kaupmannahafnar. Er útdrátturinn úr
ferðasögu Tómasar að vonum einn skemmtilegasti kafli bókarinn-
ar. Að öðru leyti var æfi Tómasar hið ytra ekkert óvanaleg eða
æfintýraleg. Hún varð stutt, stefnufestan örugg og brautin bein.
En hið innra var hún auðug af anda og krafti, sem birtist í ritum
hans og enn ljómar þar, lýsir og vermir. Hefir dr. J. H. gert góða
grein fyrir ritstörfum hans, og í kaflanum um kennimanninn kemur
í fyrsta sinn skilmerkileg lýsing á kennimannsstarfi hans, byggð
jafnt á óprentuðum sem prentuðum ræðum, og sést þar, að hann