Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 236
.234
Ritfregnir
Skírnir
hefir einnig verið skörungur í ræðustólnum. Öll er bókin samin
af alúð og óhlutdrægni, og munu margir lesa hana sér til sálubótar,
þvi að það er sálubót að kynnast Tómasi Sæmundssyni.
G. F.
Asmundur Guðmundsson og’ Magnús Jónsson: Jórsalaför. Ferða-
minningar frá Landinu helga. Attatiu og sex myndir og uppdrættir.
Rvík 1940. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 328 bls. 4to.
Ferðir Islendinga til Landsins helga hafa að vonum aldrei verið
tíðar. I fornbókmenntum vorum mun getið um 12 Islendinga, er
þangað lögðu leið sína, þó að ekki sé fullvíst um suma. Þá er för
Bjarnar Einarssonar Jórsalafara og konu hans 1406, og síðan mun
ekki getið um Jórsalafarir Islendinga fyrr en á vorum dögum. Síð-
an 1929 hafa hins vegar nokkrir Islendingar fai'ið til Landsins
helga, síðastir höfundar þessarar bókar sumarið 1939, og var þó
ekki hættulaus för, svo róstusamt sem þá var í landinu. Enginn Is-
lendingur hefir, svo að vitað sé, samið lýsingu á Landinu helga
síðan Nikulás ábóti Bergsson (d. 1159) samdi ,,Leiðarvísi“ sinn
þangað til nú, að þessi mikla og vandaða bók kemur út.
Að líkindum hafa engir meiri þörf á og fyllra gagn af að ferð-
ast til Landsins helga en prófessorar í guðfræði. Þráin eftir að sjá
þá staði þar sem þeir atburðir gerðust og þau orð voru töluð, sem
þeir verja æfi sinni til að skilja og skýra, hlýtur að verða djúp og
sterk. Ferð slíkra manna til Landsins helga verður pílagrímsferð
og uppfylling helgrar þi'ár. Þessi bók er og ljóst vitni þess. Hún
sýnir, að allur hugur höfundanna stefnir á hverri stund ferðar-
innar að því að finna þá staði, er ritningin og kirkjusagan tala um,
skoða allt sem bezt og lifa upp þá atburði, er gerzt hafa á hverjum
stað. Það kann stundum að virðast þurr lestur að lesa nákvæmar
lýsingar af kirkjum og öðrum stórhýsum, legu þeirra og umhverfi,
en áhugi höfundanna og einlægni hrífur lesandann ósjálfrátt með.
Hann kynnist um leið sögu Gyðinga og borganna í landinu, rifjar
smám saman upp og kynnist fjölda atriða úr ritningunni og fær á
þeim nýjan skilning í ljósi þeirra atvika úr ferðinni, sem höfund-
arnir skýra frá. En jafnframt fær hann góða útsýn yfir landið á
ferðum, á járnbrautum, á bílum, ösnum, á gönguferðum, á báts-
ferðum um Genesaretvatn o. s. frv. Leiðin liggur frá Kairo til
Jerúsalem, þaðan smáferðir til Jerikó og Dauðahafsins og til Betle-
hem. Þá norður til Nazaret, til Tabor og Genesaretvatns; vestur á
Karmelhöfða; norður til Beirut á Sýrlandi; yfir Líbanon til Dam-
askus: suður til Sesareu Filippí og sömu leið aftur til Beirut og
þaðrn á skipi heimleiðis. Mörg skemmtileg smáatvik lcom.a fyrir á
lciðinr.i, er varpa ljósi yfir lífið þarna nú á tívnum, og si.m æfin-
týraleg. Vér kynnumst landinu af góðum náttúrulýsingum, er með-