Skírnir - 01.01.1941, Page 237
Skírnir
Ritfregnir
235
al annars njóta bess, að próf. Magnús Jónsson er málari og teikn-
ari, og er bókin prýdd fjölmörgum teikningum eftir hann. Er þetta
hið prýðilegasta rit að öllum frágangi og höfundunum og útgef-
anda til sóma. G. F.
Gríma. Þjóðsögur. Safnað hefir Oddur Björnsson. Jónas Rafnar
bjó undir prentun. I.—V. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akur-
eyri 1929—’31. — VI.—X. Ak. 1932—’34. — Gríma. Tímarit fyrir
íslenzk þjóðleg fræði. Ritstjórar: Jónas Rafnar, Þorsteinn M. Jóns-
son. XI.—XV. Akureyri.Þorsteinn M. Jónsson, 1936—’40.
Þorsteinn M. Jónsson, sem með bókaútgáfu sinni hefir unnið
mikið og merkilegt verk í þarfir islenzkra bókmennta, hefir síðan
1928 gefið út meira af þjóðsögum en nokkur annar íslenzkur út-
gefandi, fyrr og' síðai'. Söfnin Gráskinna, Gríma og Þjóðsögur
Olafs Davíðssonar I.—II. eru um 160 arkir. Þegar þess er gætt,
að ýmis önnur þjóðsagnasöfn hafa komið út samtímis, virðist svo
sem lindir þessarar greinar bókmennta vorra séu óþrjótandi og
vinsældir hennar sízt minni en áður.
Ég hefi lesið Grímu í einni lotu og þótt það notalegur lestur
og skemmtilegur. Kveður þar mikið að þjóðsagnakenndum þátt-
um af nafnkunnum og einkennilegum mönnum af ýmsum stéttum
og stigum, og hvort sem gert er mikið eða lítið úr gildi slíkra sagna
sem heimilda um það, hvernig þessir menn voru í raun og veru, þá
sýnir þjóðsagan, hvernig þeir endurspegluðust í 'nuga almennings
og höfðu áhrif á hann. Æfisaga manns verður aldrei sögð til fulls,
nema vitað sé, hvernig hann virtist öðrum mönnum, og hvort sem
þjóðsaga er fegruð mynd eða spéspegilmynd, er hún vottur ein-
hverra áhrifa frá sögupersónunni. I Grímu eru allar tegundir þjóð-
sagna, sem kunnar eru úr öðrum þjósagnasöfnum vorum, og kippir
jDeim flestum mjög í kynið. Þó virðast mér sumar tröllasögur, úti-
legumannasögur og æfintýri eins skrásetjarans, sem ekki greinir
heimildir að þeim, vera orðnar úrkynjaðar, og fæ eg ekki betur séð
en að sögurnar og ljóðin, sem i þeim eru, beri það með sér, að
hvort tveggja sé að mestu sett saman af skrásetjaranum sjálfum
— lygisögur í þjóðsagnastíl. Eiga þar við orðin hans Valdemars
Petersens: „Menn vari sig á eftirlíkingum".
Meðferð máls og prófarkalestur er í bezta lagi og ytri frágangur
góður. Verkinu er raðað í 3 bindi og 5 hefti í hverju. Fylgja hverju
bindi greinilegar efnis- og nafnaskrár, sem útgefandinn, Þorsteinn
M. Jónsson, hefir sjálfur samið og gera ritið handhægt til notkun-
ar. Alls er það fullar 82 arkir, 285 sögur og þættir, en í sumum
þáttunum eru aftur margar sögur. Nafngreindir skrásetjarar eru
56 og nafngreindir frásagnarmenn um 100. Er ritið hið eiguleg-
asta. G. F.