Skírnir - 01.01.1941, Síða 238
236
Ritfregnir
Skírnir
íslenzkar þjóSsögur og -sagnir. Safnað hefir og skrað Sigfús Sig-
fússon. X. flokkur: Afreksmannasögur. Hafnarfirði. Útgefandi:
Þorvaldur Bjarnason 1933(—1940). 447 bls.
Sigfús Sigfússon vann með þjóðsagnasöfnun sinni stórvirki, sem
telja má furðulegt, þegar litið er á lífskjör hans. En hann var einn
þeirra merkilegu manna, sem reynast trúir hugsjón sinni og þjóna
henni óskiptir, á hverju sem gengur. Það var heitasta ósk hans að
koma öllu hinu mikla ritverki sínu á prent, og auðnaðist honum þó
ekki að sjá nema fjóra fyrstu þætti þess fullprentaða. 10. þáttur-
inn, sem hér skal getið, kom út í tveimur heftum, hið fyrra 1933
og hið síðara í fyrra, þó að 1935 standi á titilblaði þess. Svo þung-
ur er róðurinn. Og allur ytri frágangur á þessu síðasta bindi er
svo bágborinn, að ósamboðið er verkinu. Nú hefir Guðmundur
Gamalíelsson tekið að sér að halda útgáfu verksins áfram, og má
þvi gera ráð fyrir, að betur verði til vandað framvegis. Afreks-
mannasögurnar hafa verið gefnar út áður en að þeim kom í röð-
inni vegna þess, að margir biðu þeirra með óþolinmæði. „Afburða-
og afreksmenn hafa lengi verið gæðingar þessarar þjóðar; það
sýna fornu sögurnar bezt. Sterkir menn, fimleikamenn, fjörmenn
og listhæfir menn til sálar og líkama hafa verið þeir menn, er þjóð-
in hefir löngum viðhaldið minningu eftir í frásögnum. Og lengl
munu þeir í heiðri hafðir“, segir höfundurinn í formálanum, og
þessar afreksmannasögur sýna, að Sigfúsi hefir kippt í það kyn.
Hann hefir með frábærri elju tínt upp allt, er hann heyrði af sög-
um um slíka menn, og komið þeim í heild, og má víða sjá, að hon-
um hefir þótt gott að ræða um þessa hluti. Margt af þessum sögn-
um er næsta ótrúlegt og ýkjukennt, því að allt slíkt vex í meðferð-
inni, en margar eru sögurnar skemmtilegar og lýsa vel þjóðháttum
og tíðaranda á þeim öldum, er þær gerðust (flestar á 18. og 19.
öld). Víða eru þar mjög skilmerkilegar mannlýsingar og mikið af
ættfærslu. Er þar fróðleiksbrunnur úr að ausa, ekki sízt fyrir Aust-
firðinga, er eitthvað vilja vita um forfeður sína, því að flestar
gerast sögur þessar á Austurlandi. Virðist sá landsf jórðungur ekkí
hafa farið varhluta af mönnum með krafta í kögglum. — Mun það
ósk allra, er þjóðlegum fræðum unna, að útgáfu þessa þjóðsagna-
safns verði nú haldið áfram sleitulaust, unz því er lokið, og verð-
ur bezt að því stutt með því að kaupa verkið jafnóðum og það
birtist. G. F.
Gutílaugur Rósinkranz: Svíþjóð á vorum dögutn (Árbók Norræna
félagsins 1940). Reykjavík. Útgefandi: Isafoldarprentsmiðja h.f.
1940. 180 bls.
Guðlaugur Rósinkranz hafði góð skilyrði til að rita þessa bók.
Hann hefir sjálfur stundað hagfræðinám 4% ár í Svíþjóð og þar