Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 239
Skírnir
Ritfreg'nir
237
með kynnzt þeirri hlið þjóðlífsins, sem að hagfræðinni veit. Hann
ferðaðist þá mikið um landið og kynntist þar með landi og þjóð af
sjón og raun; hann hefir verið ritari hinnar íslenzku deildar Nor-
ræna félagsins og síðustu tíu árin farið til Svíþjóðar nálega hvert
sumar og því haft hið bezta tækifæri til að kynnast sænskum mönn-
um og málefnum. Og nú njótum vér þess í þessari bók, sem bæði
er einkar fróðleg og skemmtileg — lifandi myndir af landi og
þjóð. Höfundur fer fyrst með lesandann hringferð um landið og
kynnir honum aðalhéruð þess, íbúa þeirra og einkenni. Þá kemur
stutt yfirlit yfir sögu þjóðarinnar. Þá atvinna og auður: land-
búnaður, skógarhögg, málmgröftur, iðnaður, samgöngur, verzlun
o. s. frv. Það eru ekki þurrar tölur og upptalning ein. Vér fáum
að vísu þær tölur, er þarf til að sjá hlutföllin í heildarmyndinni,
en kynnumst fyrst og fremst ganginum i þessu árið um kring
og þar með lífi fólksins, í léttri og skemmtilegri frásögn. Þá koma
félagsmálin: verkalýðshreyfingin og menningarstarfsemi hennar;
tryggingar, heilbrigðismál, bindindi og áfengismál, nýbýli, garð-
rækt, húsakynni og nýbygg'ingar, húsaleigustyrkir fyrir barnauð-
ugar fjölskyldur, samvinnubyggingarfélag o. s. frv. Þá er kafli
um hin merkilegu samvinnufélög í Svíþjóð. Hinir kaflarnir eru:
Skaplyndi og önnur einkenni, andlegt líf og listir, uppeldi og skól-
ar, Stokkhólmur. Bókin er prýdd fjölda góðra mynda. Alstaðar
hefir höfundinum tekizt að gera frásögnina fulla af fróðleik og
svo aðlaðandi, að hún er eins og skemmtisaga. Um leið fær les-
andinn ósjálfrátt þá hugmynd, að Svíþjóð hafi í rauninni fyrir
stríðið verið á leiðinni til að verða eins konar Paradís á jörðu.
En það er ekki af því að hann ýki neitt eða dragi undan. Sví-
þjóð var einmitt það land í Evrópu, sem menn í öðrum löndum litu
til sem undarlega hamingjusams lands, mitt í vandræðabjástri
veraldarinnar, og enginn mun hafa komið þangað án þess að dást
að þeim höfðing'jabrag, sem þar var á flestum hlutum, og hve
margt þar var að læra. Allir munum vér óska, að svo reynist einn-
ig, þegar upp styttir, og gjalda höfundinum heila þökk fyrir bók-
ina. G. F.
Islenzk fornrit, X. bindi: Ljósvetninga saga me<S þáttum, Reyk-
dæla saga og Víga-Skútu, HreiSars þáttr. Bjöl'n Sigfússon gaf út.
Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMXL. xev + 382 bls.,
5 myndir og eitt landabréf.
Með þessari útgáfu hefir Björn Sigfússon leyst merkilegt starf
af hendi. Hún markar ekki einungis tímamót í skilningi manna á
þessum sögum, heldur hlýtur að hafa víðtæk áhrif á skoðanir um
ýmis mikilvæg atriði í forníslenzkri bókmenntasögu. Af Ljósvetn-
inga sögu eru til tvær gerðir, sem kallaðar eru A og C. Þær eru