Skírnir - 01.01.1941, Page 240
238
Ritfregnir
Skírnir
mjög frábrugðnar á löngum kafla. í eldri útgáfum koma einkenni
hvorrar gerðar ekki skýrt í Ijós, og hefir það valdið alls konar mis-
skilningi á eðli þeirra og uppruna. B. Sigf. hefir rutt öllum þeim
misskilningi úr vegi. Með ritgerð sinni um söguna í íslenzkum
fræðum 3 ruddi hann brautina og heldur sömu stefnu í útgáfunni.
Skýr markalína er dregin á milli gerðanna, svo að sérkenni þeirra
njóta sín til fulls. A-gerðin er nú ekki til heil. B. Sigf. sýnir fram
á, að hún er upprunalegri og virðist ekki hafa orðið fyrir teljandi
breytingum frá frumgerð sögunnar. Hyggur hann, að hún sé rituð
um 12G0 af manni, sem verið hefir af ætt Ljósvetninga, og er það
mjög sennilegt. C-gerðin er að því leyti frábrugðin, að inn í hana
hefir verið skotið þremur þáttum, af Sörla Brodd-Helgasyni, Ófeigi
í Skörðum og Vöðu-Brandi, og frásögnin um deilur Guðmundar
ríka við Þóri Helgason og Þorkel hák er mjög á annan veg. B. Sigf.
hefir leitt ótvíræð rök að því, að höf. C-gerðarinnar hafi haft A-
gerðina fyrir sér og breytt þessum kafla í ákveðnum tilgangi. Áður
höfðu menn talið, að kaflinn væri öruggt dæmi um Islendinga-
sögu í tveimur munnlegum gerðum, er hefðu verið settar óbreytt-
ar á bókfellið. Við rannsóknir B. Sigf. hefir sagnfestukenningin
því beðið svo alvarlegan hnekki, að hún á sér varla viðreisnar von.
B. Sigf. fullyrðir ekkert um það, hvort sami maður, sem breyttl
þessum kafla, hefir einnig skotið inn þáttunum, en það er einstak-
lega líklegt, og allt bendir til þess, að C-gerðin sé til orðin i Aust-
firðingafjórðungi. B. Sigf. hyggur, að höf. Njálu hafi þekkt hana
(ásamt þáttunum), og getur hún þá ekki verið miklu yngri en A-
gerðin. I upphafi formálans ritar hann skemmtilegan kafla um
land og sögu og bregður ljósi yfir jarðveg þann, sem sagan er
sprottin upp úr. Við það nýtur hún sín betur. Síðan kryfur hann
söguna sjálfa til mergjar, og er bar margt ágætra athugana. Hann
hefir auðsælega haft miklu meira yndi af að fást við Ljósv. sögu
en Reykd. sögu, enda er þar ólíku saman að jafna. Ljósv. saga er
að vísu ekki stórbrotið listaverk í heild, en einstakir kaflar hennar
eru perlur, og sum tilsvörin eiga varla sinn líka. Þau eru óvenju-
lega auðug af blæbrigðum, og list höf. kemur oft einkum fram I
því, hvernig hann hagar þeim. Lesandann rekur oft í vörðurnar
við tilsvörin, og hann veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið, en
eftir lengri eða skemmri íhugun getui' opnazt nýr heimur, nýr
skilningur á persónunum og samhengi sögunnar. Allt þetta kann
B. Sigf. vel að meta, og hann hefir búið svo um hnútana, að sagan
nýtur sin miklu betur en í eldri útgáfum. Lesandinn öðlast nýjan
og réttari skilning. Meiri kröfur er ekki hægt að gera til útgefanda.
Höf. Reykdæla sögu hefir hvorki verið listamaður né sagnfræð-
ingur, en því hefir verið haldið fram, að hann hafi fylgt munn-
mælunum mjög trúlega. Reykd. saga hefir jafnvel verið höfð sem