Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 241
Skírnir
Ritfregnir
239
mælikvarði á aðrar íslendingasögur um það, hvort þrer bera miklar
minjar arfsagna. B. Sigf. kveður þá skoðun alveg niður og leiðir
rök að því, að munnmæli þau, sem höfundur þekkti, hafi einmitt
verið mjög fáskrúðug. Hins vegar hafi hann haft mikinn stuðning
af rituðum heimildum og skáldað í eyðurnar. Vafalaust er mikið til
í því, en þó virðist mér B. Sigf. ganga helzt til langt í þeim efnum>
Hann hyggur, að allt eða mestallt, sem sagt er um Áskel goða, 'sé
skáldskapur, m. a. frásögnin um dauða hans. Ræður hann það af
tímatali. Hann telur, að Áskell hafi andazt milli 950 og 960 og'
Pjörleifarsynir verið fæddir milli 950 og 970. Ef það væri hvort
tveggja rétt, hefði Áskell auðviíað ekki getað komið við sögu Vé-
mundar kögurs. Áldur Fjörleifarsona mun nærri lagi, en þó getur
Vémundur varla verið fæddur síðar en 950, þar sem hann er á líku
reki og Þorgeir Ljósvetningagoði og einum lið eldri en Þórður á
Stokkahlöðum, sem var í Hrísateigsbardaga 983 (sbr. ættarskrárn-
ar). Hins vegar get ég ekki fallizt á, að Áskell hljóti að hafa látizt.
svo snemma. Þegar Reykd. sögu sleppir, er fátt heimilda um aldur
hans annað en ættartölur, en þær geta ekki skorið úr þessu atriði.
Björn styðst við höfðingjatalið í Sturlubók, þar sem Áskell er talinn
meðal mestu höfðing'ja landsins um 930, en það er eflaust ekki af
fornum toga spunnið og líklega samið af Sturlu Þórðarsyni. Meðal
höfðingjanna eru þar taldir Eyjólfui' Valgerðarson, er virðist hafa
drukknað um 983, og Geir goði, en hann og Gissur hvíti voru
systkinasynir. Er ekki sennilegt, að þeir hafi verið orðnir höfð-
ingjar um 930, og fleira mætti telja, er sýnir, að höfðingjatalinu
er lítið að treysta. I Þórðarbók er stutt frásögn um það, er Vé-
mundur kögur lét ljósta Steingrím á Kroppi sauðarhöfði, og í
Hauksbók er þess getið, að Áskell goði var veginn, er Steingrimur
vildi hefna höggsins. Báðar frásagnirnar eiga saman og hljóta að
vera úr Styrmisbók, enda er B. Sigf. það ljóst, en hann hyggur
samt, að þær séu runnar frá sögunni upphaflega og hafi verið skot-
ið inn í eftirrit Styrmisbókar. Mér virðist sennilegra, að þær séu
upprunalegar í Styrmisbók og höf. Reykd. s. hafi farið eftir henni.
Hér er eigi rúm til að rökstyðja það nánar, en er sett fram til at-
hugunar. Ef skoðunin er rétt, verður hæpið að telja frásögnina
um víg Áskels eintóman skáldskap, og varla er neitt bví til fyrir-
stöðu, að það hafi orðið um 970 eða skömmu síðar. Sennilegt er,
að hallærið, sem um getur í sögunni, sé óöld hin fyrri, sem ársett
er 975 í annálum, en ekki er hægt að ráða neitt af því um tímatal
sögunnar nema fyrst sé rannsakað, hve traust ársetning annálanna
er. í viðauka Skarðsáí'bókar er óöldin sett í samband við fall Har-
alds gráfeldar, en það er talið 6—7 árum of seint í ýmsum forn-
um heimildum. Er varla efamál, að óöldin er ársett eftir því og
hefir því verið um 969—970 í raun og veru. Ég hygg, að vert væri