Skírnir - 01.01.1941, Page 243
Skírnir
Ritfregnir
241
eru nóg. Reyndar má segja, að sum þeirra heyri fremur til lands-
sögu en héraðssögu, en þó á hvert hérað og hver staður sina sér-
stöku sögu, og því meira sem hún er rannsökuð, því auðveldara er
að fá yfirlit yfir sjálfa landssöguna. Sögufélagið gat ekki fengið
heppilegri mann til þess að skrifa urn landnám í Skagafirði en Ólaf
Lárusson prófessor. Hann er vafalaust bezt að sér allra manna um
byggðarsögu landsins og hefir rannsakað hana um mörg ár, en sá
þáttur landssögunnar hefir áður verið vanræktur um of af sagn-
fræðingum. Byggðarsagan getur þó oft varpað óvæntu ljósi yfir
hag þjóðarinnar á ýmsum tímabilum. Það er t. d. fróðlegt að sjá,
hvernig afbýli og hjáleigur þjóta upp eins og gorkúlur í góðæris-
köflunum, en hverfa jafnskyndilega, þegar hallærin dynja yfir.
Því miður eru heimildirnar fáskrúðugar um þau efni, unz kemur
fram á 17. öld, en þó hefir próf. Ó. L. sýnt með rannsóknum sín-
um, ,að hægt er að fá sæmilega mynd af byggðarsögu landsins frá
upphafi og betri en flestra annarra landa. í þessu riti sínu ræðir
hann einkum um frumbyggð ■ Skagafjarðar, þótt hann drepi á ýmis-
legt fleira. Hann skiptir bókinni í sex kafla. í fyrsta kafla eru al-
mennar hugleiðingar um þá menn, er litu ísland fyrst augum.
Hann hyggur, að menn, er komu sjóleiðina að vestan fyrir Skaga,
hafi gefið firðinum nafnið Skagafjörður. Er það mjög sennilegt,
og verið getur, að nafnið sé frá könnunarferð Garðars, en ekki
hefir það haft sömu skilyrði til að geymast sem þau nöfn, er Garð-
ar gaf í Þingeyjarþingi. Frá þeim hefir Náttfari kunnað að segja.
I öðrum kafla gerir próf. Ó. L. glögga grein fyrir heimildunum.
Þær eru fáar teljandi aðrar en Landnámabók, en sú er bót í máli,
að frásagnir hennar um landnám í Skagafirði virðast að mestu
leyti óbreyttar eins og þær voru fyrst ritaðar. Veldur því einkum
tvennt: Enginn höf. hinna fornu gerða Landn. var Skagfirðingur,
og þeir höfðu engar sögur úr Skagafirði, er gátu gefið tilefni til
breytinga. Guðbrandur Vigfússon hélt því fram, að Skagafjörður
hefði byggzt síðast af öllu Norðurlandi, en próf. Ó. L. sýnir fram
á í þriðja kafla, að sú skoðun er ekki á rökum reist. Hins vegar er
þó ljóst, að varla hefir nema lítill hluti Skagafjarðar byggzt fyrir
900, og nær er mér að ætla, að svipuð niðurstaða yrði um önnur
héruð landsins, ef landnámssaga þeirra væri tekin að nýju til sam-
felldrar rannsóknar. í fjórða kafla ræðir próf. Ó. L. almennt um
landnámsmennina i Skagafirði og hyggur, að allur þorri þeirra
hafi verið af norskum stofni, en kyn sumra hefir þó staðið víða
fótum. Eftirtektarverð eru hin engilsaxnesku áhrif í mannanöfn-
um, og þrír bæir í Skagafirði eru kenndir við menn með keltnesk-
um nöfnum. Sennilega hafa miklu fleiri landnámsmenn herjað
fyrir vestan haf og dvalizt þar lengri eða skemmri tíma en fram
kemur í arfsögnunum, enda er það eðlilegt. Víkingarnir áttu skipa-
16