Skírnir - 01.01.1941, Síða 244
242
Ritfregnir
Skírnir
kostinn, er þurfti til ferðarinnar hingað, og líklega hefir engin þjóð
í heimi á fyrra hluta 10. aldar átt fleiri og betri skip en íslendingar
miðað við fólksfjölda, enda hafa þeir þá og lengi síðan haldið uppi
siglingum við Norðurlöndin og Bretlandseyjar. Sænsk-baltisku
áhrifin í íslenzkum fornminjum benda einnig til þess, að þeir hafi
siglt til Eystrasaltslandanna, enda er þess getið um einn landnáms-
manninn, Skinna-Björn, að hann var Hólmgarðsfari. Fimmti kafl-
inn er um landnám i Skagafirði. Frásagnirnar um þau rekast víða
á og eru sums staðar ónákvæmar og ruglingslegar, en eyður á öðr-
um stöðum. Er því auðséð, að frumhöf. Landn. hefir ekki verið
kunnugur í því héraði. Próf. Ó. L. hefir greitt úr ýmsum flækjun-
um, en sumar missagnirnar eru þess eðlis, að eigi verður í ráðið,
hvað réttast er. Lætur hann því nægja að reifa málið og benda á
þær skýringar, sem hugsanlegar eru, enda -er eigi annars kostur.
I sjötta kafla rekur hann sögu fyrstu kynslóðanna í Skagafirði
fram um 1000. Eg vil bæta þar við tveimur smáatriðum. Er þess
er getið í Viga-Glúms sögu og Reykdæla sögu, að margt göfugra
manna hafi vei'ið komið frá Arnóri kerlingarnef, er vafalaust fyrst
og fremst átt við þá lögsögumennina, Hrafn og Gunnar Úlfhéðins-
sonu, og Hall Hrafnsson, ábóta ó Þverá. Þórarinn illi, er skoraði
Hólmgöngu-Starra á hólm, er að öllum likindum sami maður og
Þórarinn illi Steinólfsson, bræðrungur Víga-Glúms. Viðskipta þeirra
Starra hefir verið getið í Islendingadrápu Hauks Valdísarsonar, en
nú eru þar einungis leifar eftir af þeirri frásögn. Að vísu er Þórar-
inn þar sagður „Steinarsson“, en það mun ritvilla eða missögn.
Efnisskipun þessa rits próf. Ó. L. er prýðilega glögg og sérstök
hófsemi í öllum niðurstöðum og ályktunum, eins og vænta mátti.
Hann metur rækilega öll rök um hvert atriði, hvort sem þau eru
með eða á móti. Víða hefir hann orðið að ryðja burtu ýmsum eldri
skoðunum, bæði fræðimanna og alþýðu. Sumar skýringar alþýðu
hafa orðið að þjóðsögum, er hafa auðvitað sjaldan nokkurt heim-
ildargildi, en eru merkilegar um ýmislegt annað. Þær sýna, hve
mikinn huga almenningur í Skagafirði hefir haft á sögu héraðs síns,
eins og reyndar almenningur víðast hvar annars staðar á landinu.
Enn fremur hefir próf. Ó. L. tekizt að samræma vísindalega ná-
kvæmni og skemmtilega frásögn, sem er við alþýðu hæfi. Aftan
við bókina er uppdráttur til yfirlits um landnámin. Þess er að
vænta, að próf. Ó. L. hafi tíma og tækifæri til að taka landnám
í öðrum heröðum landsins til jafnrækilegrar rannsóknar og hann
hefir gert í þessu riti. Til þess er hann manna bezt fær, og hann
myndi þá efalaust draga fram ýmislegt fleira nýtt um menn og
málefni frá morgni hins forníslenzka þjóðveldis.
Jón Jóhannesson.