Skírnir - 01.01.1941, Síða 245
Vísa Snæbjarnar
Hvatt kveða hræra Grótta
hergrimmastan skerja
út fyr jarðar skauti
eylúðrs níu brúðir,
þær es, lungs, fyr longu
líðmeldr, skipa hlíðar
baugskerðir rístr barði
ból, Amlóða mólu.
Þessi vísa er ein hin bezta í fornum kveðskap, og er því leitt, að
hún hefir ekki hingað til verið alveg rétt upp tekin og skýrð, svo
að hinar einföldu og sönnu myndir, er skáldið bregður upp með
kenningum sínum, fái að njóta sín. Eg tek hana svona saman:
Kveða níu brúðir eylúðrs hræra hergrimmastan skerja Grótta
hvatt út fyr jarðar skauti, þær es fyr longu mólu Amlóða líðmeldr;
baugskerðir rístr lungs barði skipa hlíðar ból.
Eylúðr = kvarnarstokkur eyjar = hafið. Skáldið sér eyjuna
standa í hafi eins og kvörn í kvarnarstokk og brimskaflana um-
hverfis hana eins og mjölgusurnar undan kvörninni, er hún gengur
sem óðast. Hugsum um Drangey í brimi. Fjörður með fjöllum unr-
hverfis verður ágæt mynd af kvarnarstokk. Niu brúðir hafsins eru
auðvitað Ægisdætur, öldurnar. Skerja Grótti, skerjakvörn, er ágæt
sjávarkenning, því að hafið rnalar skerin. Hergrimmastan: mann-
skæðastan. Jarðar skaut er strönd eða andnes. Líðmeldr Arnlóða
er ölkornið hans Amlóða; „líð heitir öl“, segir Snorri; rneldr er
sama orð og yncild á sænsku, mdlder og mælder í sænskum mállýzk-
um og fornsænsku, er merkir korn, sem á að mala, eða flutt er til
mylnu til mölunar (sjá orðabækur Hellquists, Schlyters, Dalins og
Söderwalls). En hið spíraða korn, rnaltið, var malað áður en öl
var gert af því. Þessi kenning sýnir, að Snæbjörn hefir þekkt þau
ummæli, er Saxo hefir eftir Amlethus (Arnlóða) í Danasögu sinni:
Harenarum quoque praeteritis clivis, sabulum perinde ac farra
aspicere jussus eadem albicantibus maris procellis permolita esse
rcspondit. (Og er þeir fóru fram hjá sandhólum og honurn var
sagt að líta á sandinn, sem var eins og korn, svaraði hann, að það
væri malað smátt af hinurn hvítu öldum hafsins.) Baugskerðir,
mannkenning; lung = skip, lungsbarð = stefni; skipahlíð = aldan,
skipahliðarból = hafið. G. F.
16'