Skírnir - 01.01.1941, Side 246
Vatnsdæla og Sturlunga
í útgáfu sinni af Vatnsdælu hefir E. Ó. Sveinsson getið þess til,
að sagan muni upprunnin á vegum þeirra Vatnsdæla, sona Þor-
steins Jónssonar og þeirra frænda. Nefnir hann sérstaklega til
Eyjólf ofsa Þorsteinsson sem þann mann, er höfundur Vatnsdælu
mátti hafa í huga, er hann lýsti ofsamanninum Jökli í Vatnsdælu,
— eða jafnvel Jöklunum báðum, því þeir eru skaplíkir mjög.
I Vatnsdælu kap. 3, bls. 8ltí er svo sag't frá hugsunum Þorsteins
í skála stigamannsins Jökuls: ,,Þá kom honum ok í hug, at faðir
hans segði hann eigi betra til vápns en dóttur eða aðra konu, ok
meiri sæmd væri frændum, at skarð væri í ætt þeirra en þar sem
hann var. Slíkt hvatti Þorstein fram . . .“.
Þetta' orðalag mun tæplega vera mjög algengt. En það kemur
fyrir í Sturlungu (Rv. III, 270) — í munni eins af frændum Eyjólfs
ofsa, um sjálfan hann:
„Eyjólfr Þorsteinsson bjó á Möðruvöllum . . . Hann gerði þetta
sumar veizlu í móti Heinreki biskupi . . . At þeiri veizlu var As-
grímr Bergþórsson . . ., frændi Eyjólfs. Þar var ok Broddi Þorleifs-
son . . . ok sátu þeir Asgrímr báðir saman útar á bekk, en biskup
sat á palli ok Eyjólfr á aðra hönd honum. Broddi mælti til As-
gríms, at Eyjólfr frændi þeira væri sköruligr maðr at sjá. Asgrímr
svarar: „Þar er annathvárt um Eyjólf frænda okkarn, at hann býr
yfir miklu í sínu brjósti, eða hann hendir þá nökkura hluti, er betra
væri skarð í ætt várri, en þar sem nú sitr hann“.
Þetta er auðvitað forboði Flugumýrarbrennu. — En merkilegt
er að finna þetta orðtæki hér, enda styður það athuganir E. Ó.
Sveinssonar um það, að Vatnsdæla sé úr þessum ættarjarðvegi
sprottin. Stefán Einarsson.