Skírnir - 01.01.1941, Side 248
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Magnús Stefánsson, bóndi, Flögu í Vatnsdal,
Ólafur B. Magnússon, kaupmaður, Reykjavík,
Pétur Halldórsson, borgarstjóri, Reykjavík.
Snorri Jóhannsson, bankamaður, Reykjavík,
Snæbjörn Arnljótsson, bankagæzlumaður, Reykjavík,
Sæmundur Halldórsson, kaupmaður, Stykkishólmi,
Tryggvi Kvaran, prestur, Mælifelli, og
Þorsteinn Jónsson, járnsmiður, Reykjavík.
Stóðu fundarmenn upp og minntust hinna látnu.
Skráðir höfðu verið nýir félagar 81.
2. Þá las forseti upp ársreikning félagsins fyrir síðast-liðið ár
og efnahagsreikning þess við lok þess árs. Höfðu engar athuga-
semdir verið gerðar við þá af endurskoðöndum. Voru reikningarnir
bornir upp til atkvæða og samþykktir 1 einu hljóði.
Þá las forseti upp reikning fyrir sjóð Margr. Lehmann-Filhés og
Afmælissjóð Bókmenntafélagsins.
3. Þá voru kosnir endurskoðendur, hinir sömu og verið höfðu,
Brynjólfur Stefánsson og Jón Asbjörnsson.
4. Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu á yfirstandandi ári. Sagði
hann Skírnir myndi útgefinn sem áður og 5' arka hefti af Annál-
um, og enn fremur rit um Landnámabók eftir cand. mag. Jón Jó-
hannesson. E. fr. hefði verið eða yrði áskriföndum Fornbréfasafns-
ins send Bréfabók Guðbrands biskups, 5. hefti.
Því næst skýrði forseti frá, að sér hefði nýlega verið afhentur
20 þús. króna sjóður, er verðlaun skyldu veitt af annað hvert ár
fyrir beztu ljóðmæli, er ort hefðu verið síðustu 10 ár á undan.
Sjóðurinn er dánargjöf Magnúsar prófessors Helgasonar og heitir
„Sumargjafasjóður Birtingaholts“.
Loks skýrði forseti frá þeirri samþykkt fulltrúaráðsins, að stinga
upp á því við aðalfund, að Guðm. prófessor Hannesson yrði kjör-
inn heiðursfélagi. Var hann kjörinn í einu hljóði.
Þá tók til máls Eggert P. Briem forstjóri og kvað nauðsyn á, að
tillag til félagsins yrði hækkað. — Einnig óskaði hann, að ársreikn-
ingur félagsins lægi fyrir fundarmönnum á aðalfundi fjölritaður.
Forseti svaraði nokkrum orðum og benti á, að árstillagið vseri
lögákveðið; yrði því ekki breytt án formlegrar lagabreytingar.
Gunnlaugur læknir Einarsson benti á, að fara mætti fram á, að
félagsmenn legðu fram nokkra verðlagsuppbót, svo sem 5 kr. hver,
með tillagi sínu á þessu ári. — Forseti kvað tillöguna myndu at-
hugaða af stjórninni.
Asmundur prófessor Guðmundsson kvað reynandi að auka fé-
lagatöluna enn meira með þvi að skora á félagsmenn að fá nýja
menn inn í félagið. — Forseti kvað þessa tillögu einnig mundu at-
hugaða af stjórninni. — Dr. Þorkell Þorkelsson ræddi einnig um