Skírnir - 01.01.1944, Page 10
6
Gísli Sveinsson
Skírnir
og ávallt þráð að verða aftur sjálfstæð. Margir
hafa á undangengnum tímum lagt til þessa mik-
inn skerf, en hæst ber þó að allra dómi Jón Sigurðs-
son forseta, enda var hans sérstaklega minnzt, svo
sem vera bar, við hátíðahöldin þau hin miklu, er
fram fóru við lýðveldisstofnunina.
Öll þessi mál heyra nú sögunni til. Eðlilega hef-
ur fyr og síðar mikið verið um þessi efni ritað og
rætt og eigi þörf við það að bæta nú um sinn. Hér
skal aðeins þessa getið:
1. Frá því um miðja síðustu öld hafa íslend-
ingar stjórnmálalega að miklu leyti lifað og hrærzt
í frelsismálum sínum: „stjórnarskrármáliu, „sam-
bandsmáli“, „sjálfstæðismáli“. Því slotaði um stund
eða um nokkur ár eftir 1918, er gerður var sam-
bandssamningurinn (sambandslögin) milli íslands
og Danmerkur, en það hófst brátt á nýjan leik.
Lék og enginn vafi orðið á um það, hvert lokatak-
markið væri, né heldur hver úrslitin myndu verða,
— sem sé fullkominn stjórnmálaskilnaður við Dan-
mörku og stofnun al-sjálfstæös rikis á íslandi, lýð-
veldis, eins og reyndar nú er komið fram, þótt smá-
vægilega væru að vísu á síðkastið um það skiptar
skoðanir, hvenær þetta væri til fullnustu tímabært.
En það er nú úr sögunni. Og jafnvel samkvæmt
sambandslögunum var nú að þessu komið og bæði
konungi og sambandsþjóðinni löngu um áform ís-
lendinga kunnugt. Réttarleg og söguleg og eðlileg
rök studdu mál íslenzku þjóðarinnar frá byrjun,
svo að það hlaut að ná fram að ganga. — Og óneit-
anlega gáfust tækifærin íslendingum í hendur,