Skírnir - 01.01.1944, Page 11
Skírnir
Árið 1944
7
bæði 1918 og eins nú, er ólga og umbrot geisa í
heiminum, þótt óheillir hafi nú um hríð steðjað að
flestum þjóðum þessa vegna, sem þó vonandi lykt-
ar með birtu í lofti, friði og frelsi mannkyns.
2. Sú einstaka og ákjósanlega þjóðareining, er
að síðustu einkenndi meðferð málsins, gaf því ör-
uggan byr undir báða vængi og aflaði því fylgis
og viðurkenningar annara þjóða. Alþingi gekk hér
á undan, svo sem við átti, og samþykkti af sinni
hálfu einum rómi skilnaðinn og lýðveldisstofnun-
ina, og allir flokkar unnu saman að undirbúningi
þjóðaratkvæðagreiðslunnar, er lauk á þann veg
— sem fæstir hefðu getað hugsað sér jafnglæsi-
legan —, að milli 98 og 99 (98,61) að meðaltali af
hverjum eitt hundrað atkvæðisbærum mönnum í
landinu tóku þátt í henni (sums staðar allir kjós-
endur eða við það), og af þeim guldu jákvæði sam-
bandsslitum yfir 97 (97,35) af hundraði og lýð-
veldisstofnun 95 (95,04) af hundraði. Mótatkvæði
voru hverfandi fá. — Þau stórveldi heimsins, sem
mestu munu ráða í framtíð um skeið, og aðrar
þjóðir, sem hér hafa fulltrúa, fögnuðu með íslend-
ingum þessari niðurstöðu og færðu þjóðinni heilla-
óskir.
Þannig gekk oss allt að óskum í þessum grein-
um.
3. En vegsemd fylgir jafnan vandi. Þess verða
íslendingar nú að gæta. — Árið 19ÍÍ mun um all-
ar aldir standa sem eitt mesta ár Islandssögunn-
ar. Vér trúum því einnig, að mikil saga bíði þess-