Skírnir - 01.01.1944, Page 13
Einar Ól. Sveinsson
Guðmundur Finnbogason
Minningarorð
I.
Guðmundur Finnbogason varð bráðkvaddur 17. júlí
síðastliðinn. Það var sviplegt og áreiðanlega flestum
mönnum óvænt. Þeim, sem hittu Guðmund fám dögum
áður, mun hafa fundizt hann í fullu fjöri, fasið var jafn-
snarlegt og vant var, áhuginn á því, sem á góma bar, jafn-
lifandi, og starf og fyrirætlanir bentu ekki á mann, sem
væri að kveðja heiminn.
Alveg óvænt kom þó ekki dauði hans þeim, er til þekktu.
Hann hafði síðustu mánuðina fundið til þess sjúkdóms,
sem varð honum að bana, og athugull maður mundi hafa
tekið eftir dráttum í andlitinu, sem ekki áttu þar að vera.
En væntanlega hefði hann talið þá aðeins boða það, að
ellin væri þrátt fyrir allt farin að bíta á þennan sjötuga
æskumann, ekki hitt, að dauði væri fyrir dyrum.
Guðmundur hafði fyrir ári látið af starfi landsbóka-
varðar, — hann var þá sjötugur —, hann hafði sagt af
sér forsetadæmi í Bókmenntafélaginu og ritstjórn Skírnis,
hann hafði losnað við argsamt starf í Menntamálaráði.
Hann hafði lokið við að koma út hinu mikla riti „Iðnsögu
íslands". Þeim, sem til þekktu, mun þó hafa verið ljóst,
að því fór fjarri, að honum fyndist hann nokkur horn-
reka. Það var engu líkara en hann væri að byrja nýtt líf,
sem hann hugði gott til; það var ekki nýtt í þeim skiln-
ingi, að hann hefði orðið fyrir andlegri byltingu, hann
var ekki byltingamaður, hvorki í einu né öðru. En það
var nýtt á sama hátt og tilhugalíf gerir manni allt nýtt,
og það var áreiðanlegt, að hann gekk í eins konar nýju