Skírnir - 01.01.1944, Síða 15
Skírnir
Guðmundur Pinnbogason
11
kennilegu ráðum, sem stundum koma fram til að bjarga
landinu: einn og einn menntamaður er skorinn niður. Þá
varð Guðmundur landsbókavörður, og mun það ekki hafa
verið að fýsi hans sjálfs. Hann kveður svo að orði um
það: „Að kreppuráðstafanir Alþingis komu niður á mér
líka, tel ég aukaatriði, þó að ég haldi, að þær hafi verið
misráðnar.“ Vinnugleðin hefur orðið minni en áður við
þessi skipti. Annars var hann ekki nýr í þessari stofnun,
hann hafði verið þar starfsmaður áður, á árunum 1911—
15. Og enginn efi er á því, að safnið hefur notið hinnar
mjög svo fjölbreyttu þekkingar og menntunar Guðmund-
ar; í allsherjarsafni, sem ekki á kost á starfi sérfræðinga
nema að litlu leyti, þarf mjög að halda á fjölhæfni yfir-
bókavarðarins. Og ekki þurfti þessi virðulega stofnun að
frýja yfirmanni sínum glæsimennsku, hvort sem hann
var í hópi annara menntamanna, tók á móti gestum, þeim
er að garði bar, eða var fulltrúi hennar á mannamótum.
II.
Störf Guðmundar Finnbogasonar um dagana voru bæði
mikil og margháttuð. Áður var getið kennslu hans við
Háskólann, starfa hans við Landsbókasafn, og þess, að
hann lagði grundvöllinn undir fræðslulögin frá 1905. Aft-
ur var hann fenginn til að gera tillögur um fræðslumálin,
þegar hann sat í Menntamálanefnd 1921—22 ásamt með
Sigurði Sívertsen prófessor. f Menntamálaráði var hann
á árunum 1938—43. Þá var hann í stjórn Þjóðvinafélags-
ins frá 1923 og síðan, í stjórn Bókmenntafélagsins frá
1912, en forseti þess frá 1924, er dr. Jón Þorkelsson and-
aðist. Ritstjóri Skírnis var hann langa-lengi, á árunum
1905—07, 1913—20, og enn 1933—43. f Orðanefnd Verk-
fræðingafélagsins var hann ásamt með Sigurði Nordal og
öðrum, á meðan hún starfaði (á árunum 1919—33). Er
nú ekki talið af þessum störfum nema undan og ofan af.
Þegar Guðmundur kom fyrst til séra Einars Jónssonar
í Kirkjubæ, seytján ára unglingur, ókunnugur honum með