Skírnir - 01.01.1944, Side 16
12
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
öllu, og knúSi á dyr hans að kenna sér undir skóla, spurði
prófastur, hvað hann vildi verða: prestur, sýslumaður eða
læknir, en Guðmundur kvaðst ekkert af þessu vilja verða.
Og er prestur innti hann eftir, hvað hann vildi þá, svar-
aði Guðmundur, að hann vildi verða rithöfundur. Prestur
brosti, slíkt var ekki gróðavænlegt, en svarið mun þó hafa
valdið miklu um, að hann tók Guðmund til kennslu. Guð-
mundi reyndist það vitanlega eins og mörgum öðrum, að
févænlegt var þetta ekki, og ýmsan starfa annan varð
hann að taka sér fyrir hendur. En hann varð þó fyrst og
fremst rithöfundur, og hann bæði mikill og merkilegur.
Það má heita ógrynni, sem eftir hann liggur. f ritgerða-
safni hans „Hugunum“, sem út kom á sjötugsafmæli hans
1943, er aftast skrá um rit hans eftir Finn Sigmundsson,
núverandi landsbókavörð. Sú skrá er í tímaröð, með nokk-
uru bili milli áranna, en með örsmáu letri, og er hún nærri
12 bls. að lengd. Á þriðja tug frumsamdra bóka liggur
eftir hann, en rúmur tugur þýddra bóka. Auk þess setti
hann saman ýmist einn eða með öðrum á annan tug rita;
þar á meðal er „Lesbók handa börnum og unglingum",
sem ber af þeim barnabókum, sem voru látnar taka við
af henni. Hann annaðist ritstjórn Skírnis, eins og fyr var
getið, og „Iðnsögu íslands“. Auk þess frumsamdi hann
eða þýddi geysimikinn f jölda greina í tímarit og blöð, og
samdi grúa ritfregna. Yiðfangsefnin voru harla margvís-
leg, því að maðurinn var ákaflega fjölfróður og gat alltaf
orðið hugfanginn af nýjum og nýjum efnum. Hann fékkst
bæði fyr og síðar við heimspeki, hann ritaði um félags-
fræði, um vinnuvísindi, og þegar þraut höfunda til að
skrifa um ýmsar iðngreinir í Iðnsögunni, réðst hann í
það sjálfur og var hvergi deigur. Hann var stórfróður í
íslenzkum fræðum, máli og bókmenntum; hann ritaði um
málfræði, vísnaskýringar, orðasmíð; hann reyndi að beita
aðferðum þjóðsálarfræðinnar við íslenzk efni; hann rit-
aði um íslenzk skáld og gerði úrval af kvæðum Matthíasar
Jochumssonar, af sjávarljóðum, dýraljóðum; hann setti
saman afmælisdagabók með vísum íslenzkra skálda og