Skírnir - 01.01.1944, Síða 17
Skírnir
Guðmundur Pinnbog'ason
13
gerSi úrval vesturíslenzkra bókmennta með Einari H.
Kvaran. Hann samdi ferðasögu, þýddi sögur úr útlendum
málum. Hann þýddi á íslenzku bækur um ýmiss konar vís-
indi . . . Þessi þula, sem grípur það, sem hendi er næst,
en tæmir engan veg efnið, gefur nokkra hugmynd um,
hve víða hann kom við.
Þessi upptalning kynni að vekja hugmyndina um eitt-
hvert fróðleiksbrotasilfur, en það væri heldur bágborin
lýsing á verkum Guðmundar. Öll verk hans held ég séu
með nokkru móti ein heild, eins og þegar limar trés grein-
ast í allar áttir frá einum stofni. Rithöfundurinn Guð-
mundur Finnbogason var samur við sig, samfelldur og
sérkennilegur, engu síður en maðurinn. Og þó að mönnum
þyki sem verkefni hans séu stundum sundurleit, þá eru
milli þeirra leyniþræðir, sem tengja þau saman. „Það sem
ég hef skrifað,“ segir Guðmundur, „hefur flest verið um
sjálfvalin efni.“ Vonum sjaldnar munu tilviljanir eða
ytri atvik hafa ráðið efnisvali. Og allt, sem hann átti við,
hlaut greinilegt fangamark hans.
Guðmundur segir á einum stað: „Þegar ég hugsa um,
hvað helzt hafi einkennt mig frá því ég man fyrst eftir
mér, þá held ég, að það sé þetta, að mér hefur alltaf þótt
gaman af að fræðast og hugsa og tala og rita um það, sem
ég varð hrifinn af, hvort sem það var smátt eða stórt.“
En þannig hefur verið farið mörgum manni hér á landi,
sem verið hefur harla ólíkur Guðmundi. Þó að Guðmundur
væri bæði fróður og minnugur, þá var hann ekki fróð-
leiksmaður í þess orðs réttu merkingu. Hann var mennta-
maður. Hann tengdi þekkinguna annari þekkingu, unz úr
varð heild, hann leitaði að lífsgildi fróðleiksmolans, hann
leitaði hins lífgandi anda bak við bókstafinn. Sjón hans
var víð, hún náði bæði yfir innlendar og erlendar menntir.
„Mér finnst skilningsgleðin," segir hann, „og gleðin af
að kynnast því, sem bezt hefur verið hugsað og gert, vera
meðal æðstu hnossa tilverunnar, og svo að finna, að mað-
ur getur með áreynslu orðið hluttakandi í einhverju af
þessu og ef til vill fundið nýja útsýn yfir eitthvert atriði.“