Skírnir - 01.01.1944, Side 18
14
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
III.
Ég sé mér þann kost vænstan að vera fáorður um heim-
speki Guðmundar, því að ég tel mig ekki færan að dæma
um hana, en vonandi verður það mál tekið til meðferðar
í Skírni síðar af sérfróðum manni. En að mörgu leyti má
telja heimspekina kjarnann í ritstörfum hans, hann hafði
numið þá fræði við háskólann og án efa dreymt um að
geta helgað henni að verulegu leyti krafta sína. Doktors-
ritgerð skrifaði hann um slíkt efni (Den sympatiske For-
staaelse, 1911), og næsta áratuginn þar á eftir fjölluðu
flest aðalrit hans um heimspeki. Við og við birtust eftir
hann tímaritsgreinir um hana, ekki sízt hin síðari árin;
ég held jafnvel, að hann hafi þá verið að sækja í sig
veðrið til að glíma við enn dýpri rök en nokkru sinni
áður.
Hann reyndi að varpa birtu frá heimspekinni yfir marg-
vísleg efni, skýra þau og frjóvga með sjónarmiðum það-
an. Hann gat tekið eitthvert smáatriði, orð eða vísu eða
tilvitnun, eitthvert fyrirbrigði úr lífinu eða menningunni,
eitthvað, sem virtist ófrjótt og andlaust, hann skyggnd-
ist um og leitaði, þangað til hann fann andann, sem hafði
skapað það. Aftur og aftur kemur fram í ritum hans orðið
„útsýn“: smámunirnir og smáatriðin veittu honum útsýn
til mikilla hluta, hið smáa opinberaði honum hið stóra.
Þetta kemur skýrt í Ijós í rannsóknum þeim, er hann
gerði á íslendingum og þjóðareðli þeirra og telja má, að
hann lyki með bókinni „íslendingar“, er út kom 1933,
þegar hann stóð á sextugu. Þar hefur hann fært sér í nyt
útlendar rannsóknir á þjóðsálarfræði, athuganir á áhrif-
um loftslags og landslags á menn, erfðarannsóknir og rit
um dularfull fyrirbrigði. En öðrum þræði tekur hann svo
íslenzkar heimildir til vitnisburðar, og er þá víða fanga
leitað; margur fróðleiksmolinn, sem áður lá ófrjór úti í
horni, verður honum þá að rún, sem hann reynir að ráða
og láta varpa ljósi víða vegu frá sér.
Tvennt er það, sem ég vil enn drepa á, áður en ég hverf
frá heimspeki Guðmundar. Á háskólaárum sínum hefur